Lífið á Equitana

19. mars 2013
Fréttir
Equitana hestasýningin fer fram þessa dagana í Essen í Þýskalandi. Sýningin er haldin annað hvert ár og er risaviðburður í hestaheiminum á heimsvísu.

Equitana hestasýningin fer fram þessa dagana í Essen í Þýskalandi. Sýningin er haldin annað hvert ár og er risaviðburður í hestaheiminum á heimsvísu. 

Þarna má sjá helstu hestakyn heims kynnt og allt sem hestum viðkemur er til sölu og kynningar á svæðinu. Áætlað er að yfir 200.000 manns fari í gegnum sýningarhallir ráðstefnusvæðisins í Essen þessa viku sem sýningin stendur svo það er ekki úr vegi að kynna sína starfsemi og íslenska hestinn í slíku umhverfi. 

Í sérstöku "Víkingaþorp" í höll 2 á svæðinu er íslenska hestinn einmitt að finna. Þar eru til að mynda Hrímnir hnakkar, ferðaþjónustuaðilar á Íslandi eins og Íshestar, Kálfholt og Brekkulækur, IPZV (þýska Íslandshestasambandið) og síðast en ekki síst Landsmót. 

Smellið hér til að kíkja á heimasíðu Equitana í Essen.

Hér er stutt myndband sem Henning Drath hjá isibless tók á svæðinu í gær!