Fjórðungsmót hafið á Kaldármelum

Dagskrá Fjórðungsmóts hófst í morgun kl. 10:00 með dómum á 4ja vetra hryssum. Fyrsta hross sem steig fæti á nýuppgerða kynbótabrautina var 4ja vetra hryssan Birta frá Sauðadalsá, knapi var Elvar Logi Friðriksson. Dagskrá Fjórðungsmóts hófst í morgun kl. 10:00 með dómum á 4ja vetra hryssum. Fyrsta hross sem steig fæti á nýuppgerða kynbótabrautina var 4ja vetra hryssan Birta frá Sauðadalsá, knapi var Elvar Logi Friðriksson.

Þessa stundina streyma 4ja vetra merar í dóm, hver á fætur annarri.  Svæðið hefur  tekið á sig hátíðarblæ, veður er fallegt, sólin skín og hestar og menn flykkjast á svæðið.

Það er ávallt ánægjulegt og spennandi að fylgjast með ungum hrossum sem eru mörg hver að fá sinn fyrsta dóm. Vafalaust munu einhverjar þessara ungu efnilegu mera sem hér eru að taka sín fyrstu skref í dómum, slá í gegn í náinni framtíð.

Kl. 13:00 í dag hefjast síðan dómar 5 og 6 vetra hryssna og kl. 14 fer fram forkeppni í B-flokki.

Mótshaldarar munu leitast við að koma nýjustu upplýsingum jafnóðum á heimasíðu Fjórðungsmóts:  http://fm2009.lhhestar.is/