Fréttir: Apríl 2009

Fimm nýir alþjóðlegir kynbótadómarar

28.04.2009
Fréttir
Fimm náðu prófi á alþjóðlegu FEIF-réttinda námskeiði fyrir kynbótadómara sem haldið var á Hólaskóla fyrir skömmu. Tíu tóku þátt í námskeiðinu, þar af fjórir íslenskir ríkisborgarar. Allir íslensku nemendurnir stóðust prófið og einn frá Danmörku.

Úrslit úr Firmakeppni Gusts

28.04.2009
Fréttir
Firmakeppni Gusts fór fram á reiðvellinum í Glaðheimum um helgina. Firmakeppnin er einn af stærstu viðburðum ársins í félaginu og er þátttaka ávallt mjög góð og mikill metnaður lagður í keppnina. Keppt er um veglega farandgripi, auk þess sem glæsilegasta parið er útnefnt af dómurum. Dagurinn hefst á fánareið og svo er tekið til við keppni í öllum flokkum. Að venju tók fjöldi fólks þátt og hestakostur gríðargóður í spennandi keppni.

Ert þú í hrossarækt? Vilt þú styrkja landslið Íslands í hestaíþróttum?

28.04.2009
Fréttir
Ef þú ætlar að leiða hryssu(r) í sumar og vilt líka styrkja landslið Íslands í hestaíþróttum, þá er getur þú slegið tvær flugur í einu höggi. Allmargir eigendur stóðhesta styðja landslið Íslands í verki og hafa gefið folatolla undir hesta sína. Þar á meðal eru margir af eftirsóttustu stóðhestum landsins. Eiga þeir sérstakar þakkir skyldar.

Frumtamningakeppni vekur athygli

27.04.2009
Fréttir
Aðsókn á hestahátíðina “Tekið til kostanna á Sauðárkróki” var heldur minni en oftast áður. Á það sér ýmsar skýringar og eiga Alþingiskosningarnar án efa stærstan þátt í því. Sýningin gekk þó í heildina vel fyrir sig og kvöldsýningarnar voru stórskemmtilegar að vanda. Það sem vakti þó einna mesta lukku voru sýningar Hólamanna. Bæði keppni í frumtamningum, sem var frumraun, og kennslusýningar skólans.

Landsbankamótaröð Sörla - Úrslit

27.04.2009
Fréttir
Landsbankamótaröð Sörla lauk um helgina með stórglæsilegu þrígangsmóti. Mikil skráning var á mótinu og var því mikið um frábærar sýningar í blíðskapar veðri. Mótanefnd Sörla vill þakka Landsbankanum fyrir veittan stuðning sem og öllum þeim félagsmönnum sem lögðu hönd á plóginn og að sjálfsögðu öllum keppendum og dómurum.

Úrslit opna íþróttamóts Mána og TM

27.04.2009
Fréttir
Mótið fór vel fram í alla staði og veður var frábært. Góð mæting var á mótið og gaman að sjá svona marga áhorfendur. Hestakostur var virkilega góður og keppendur allir til fyrirmyndar. Dómarar á mótinu voru: Einar Örn Grant, Hörður Hákonarson, Skúli Steinsson, Ann Winter og Bent-Rune Skulevold.

Opna ALP/GÁK töltmótið-Úrslit

27.04.2009
Fréttir
Opna ALP/GÁK töltmótið fór fram á sumardaginn fyrsta í reiðhöll Gusts. Mótið fór vel fram og var gaman að fylgjast með unga fólkinu spreyta sig í keppninni. Keppt var í flokkum barna, unglinga og ungmenna og urðu úrslit eftirfarandi:

Samfylkingin svarar spurningum LH

24.04.2009
Fréttir
Allir stjórnmálaflokkarnir höfðu áður fengið sendan spurningalista með sjö spurningum frá LH, sem varða hagsmuni hestamanna. Óskað var eftir svörum við öllum spurningunum. Á fundinum fór Haraldur yfir spurningalistann og svaraði fyrirspurnum...

Vinstri-grænir svara spurningum LH

24.04.2009
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga boðaði til fundar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 20. apríl þar sem mættu fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til þings. Haraldur Þórarinsson, formaðu LH, kynnti þingmönnum tilgang og markmið sambandsins og skýrði í megindráttum starfssemi þess.