Fréttir: Janúar 2009

Sjö nýir knapar í KS-Deildina

29.01.2009
Fréttir
Sjö nýjir knapar bættust í KS-Meistaradeild Norðurlands síðastliðið þriðjugdagskvöld. Keppt var í fjórgangi og fimmgangi. Árni B. Pálsson og Karen Líndal Marteinsdóttur voru jöfn og efst í fjórgangi og Líney M Hjálmarsdóttir varð efst í fimmgangi. Sjö nýjir knapar bættust í KS-Meistaradeild Norðurlands síðastliðið þriðjugdagskvöld. Keppt var í fjórgangi og fimmgangi. Árni B. Pálsson og Karen Líndal Marteinsdóttur voru jöfn og efst í fjórgangi og Líney M Hjálmarsdóttir varð efst í fimmgangi.

íþróttamaður Faxa

28.01.2009
Fréttir
Á aðalfundi Faxa sem haldin var í desember var Heiðar Árni Baldursson Múlakoti kosinn íþróttamaður Faxa annað árið í röð. Hann hefur verið mjög duglegur að keppa, sem dæmi hefur hann verið í úrslitum á öllum vetrarmótum Faxa og oft í 1. sæti.

Smali fyrsta mót í Meistaradeild VÍS

28.01.2009
Fréttir
Fyrsta mót Meistaqradeildar VÍS í vetur verður haldið í næstu viku, fimmtudagskvöldið 5. febrúar. Keppt verður í smala, sem einnig gengur undir nafninu hraðafimi.

Magnús í Kjarnholtum sextugur

27.01.2009
Fréttir
Magnús Einarsson í Kjarnholtum varð 60 ára þann 24. janúar 2009 og hélt mikla veislu í Aratungu. Þangað komu um 400 manns og snæddu þjóðlegan íslenskan mat og hlýddu á söng og glens.

Eigum ekki að markaðssetja ranga tamningu

27.01.2009
Fréttir
Það er ekki sjálfgefið að íslenskur gæðingur sé með lélegt fet og hægt stökk. Þetta er fyrst og fremst spurning um rétta tamningu og þjálfun,“ segir Magnús Lárursson tamningamaður og reiðkennari. „Ég er ekki sammála því að við eigum að markaðssetja ranga tamningu.“

Íslenski gæðingurinn á undanhaldi

26.01.2009
Fréttir
„Íslenski alhliða gæðingurinn er á undanhaldi. Stóðhestar sem náð hafa frábærum árangri í gæðingakeppni seljast ekki ef þeir henta ekki í íþróttakeppni. Þetta er að mínu mati umhugsunarefni fyrir íslenska hestamenn og hrossaræktendur,“ segir Sigurður Ragnarsson.

Metþáttaka í námskeiðum í Fáki

26.01.2009
Fréttir
Sjötíu þátttakendur eru í hópi „eldri“ reiðmanna á námskeiði í knapamerkjakerfinu hjá Fáki. Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, segir að sjaldan eða aldrei hafi verið meiri þátttaka í reiðnámskeiðum en í vetur.

Þrír frá sjö milljónir úr Stofnverndarsjóði

23.01.2009
Fréttir
Þrír aðilar fengu úthlutað 7 milljónum króna úr Stofnverndarsjóði fyrir árið 2009. Til ráðstöfunar voru 6.972.612 krónur. Tveimur umsóknum var hafnað. Tveir starfsmenn á Hvanneyri fá 3 milljónir hvor til rannsókna. Þeir fengur einnig styrk á síðasta ári.

Örmerkir alla sína hnakka

23.01.2009
Fréttir
Óli Pétur Gunnarsson, áður í Litlu-Sandvík, örmerkir alla sína hnakka. Hann segir þetta bestu leiðina til að geta sannað eignarhald sitt ef upp koma álitamál. Mjög einfalt sé að koma örmerkjunum þannig fyrir að ekki sé hægt að ná þeim burtu nema skemma hnakkana.