Fréttir: Janúar 2009

Maríanna í stjórn Meistara- deildar VÍS

15.01.2009
Fréttir
Maríanna Gunnarsdóttir, gjaldkeri LH, hefur tekið sæti í stjórn Meistaradeildar VÍS. Maríanna er öflugur félagsmálamaður og eftirsótt sem slík. Hún hefur meðal annars unnið ötullega í félagsmálum í Fáki.

Húnvetnska liðakeppnin

15.01.2009
Fréttir
Stefnt er að því að halda fyrsta mótið í Hvammstangahöllinni 13. febrúar nk. Mótið er LIÐAKEPPNI og verður þetta heil mótaröð þar sem safnað verður stigum á hverju móti fyrir sig og í lok mótaraðarinnar stendur uppi eitt sigurlið. Á fyrsta mótinu verður keppt í tölti, í 1. flokki, 2. flokki og flokki 16 ára og yngri.

Arndís tekur sæti í stjórn GDLH

14.01.2009
Fréttir
Arndís Björk Brynjólfsdóttir hefur tekið sæti í aðalstjórn Gæðingadómarafélags LH, en hún var í varastjórn. Tók hún sæti Guðmundar Hinrikssonar, sem sagði sig úr stjórninni fyrir skömmu.

Leit hafin að gæðinga- dómurum

14.01.2009
Fréttir
Dómarfélag LH leitar nú að dómaraefnum á Norðaustur- og Austurlandi. Mjög fáir starfandi gæðingadómarar eru á þessum svæðum, tveir á Akureyri, einn á Húsavík, og þrír á Hornafirði.

Gæðinga- dómarar fá heimaverkefni

14.01.2009
Fréttir
Gæðingadómarar munu fá heimaverkefni fyrir næstu upprifjunarnámskeið, sem haldin verða í mars og apríl. Útbúinn hefur verið DVD diskur með upptökum af nokkrum gæðingum frá LM2008.

Bragi frá Kópavogi skiptir um eigendur og knapa

13.01.2009
Fréttir
Tryggvi Björnsson og Magnús Jósefsson í Steinnesi hafa keypt stóðhestinn Braga frá Kópavogi. Seljandi er Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði. Tryggvi hyggst beita Braga á keppnisvellinum á komandi keppnistímabili.

Vetrarmótin hefjast senn

13.01.2009
Fréttir
Vetrarmót af ýmsu tagi eru orðin mikil að umfangi. Meistaradeildarmót norðan og sunnan heiða eru hvað viðamest. Hefðbundin ísmót eru á sínum stað, bæði innan dyra og utan. Einnig reiðhallarsýningar af ýmsu tagi. LH stendur fyrir tveimur ísmótum.

Sameinging landbúnaðar- háskólanna ekki verið rædd

13.01.2009
Fréttir
„Sameining landbúnaðar- háskólanna hefur ekki verið rædd sérstaklega, alla vega ekki svo ég viti,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Menntamálaráðherra segir að verið sé að fara yfir leiðir til að styrkja rekstur skólanna.

Þrjú sýkt hross aflífuð

13.01.2009
Fréttir
Mbl.is segir frá því í morgun að tvö sem enn voru alvarlega veik vegna salmonellu- sýkingarinnar sem kom upp við Esjurætur fyrir jólin, hafi verið aflífuð í gær. Eitt var fellt daginn áður.