Magnús í Kjarnholtum sextugur

27. janúar 2009
Fréttir
Magnús Einarsson í Kjarnholtum varð 60 ára þann 24. janúar 2009 og hélt mikla veislu í Aratungu. Þangað komu um 400 manns og snæddu þjóðlegan íslenskan mat og hlýddu á söng og glens.Magnús Einarsson í Kjarnholtum varð 60 ára þann 24. janúar 2009 og hélt mikla veislu í Aratungu. Þangað komu um 400 manns og snæddu þjóðlegan íslenskan mat og hlýddu á söng og glens.

Magnús Einarsson í Kjarnholtum varð 60 ára þann 24. janúar 2009 og hélt mikla veislu í Aratungu. Þangað komu um 400 manns og snæddu þjóðlegan íslenksan mat og hlýddu á söng og glens.

Sigurjón Valdimar Jónsson frá Skollagróf í Hrunamannhreppi fór á svið og flutti nokkrar vísur í tilefni dagsins. Hann þekkir Magnús vel. Þeir eru frændur og við hittust oft í gamla daga þegar þeir voru báðir ungir menn. Einnig unnu þeir saman í sláturhúsi á Selfossi nokkur haust og það var viss upplifun, að sögn Sigurjóns.

Í inngangi að flutningi sínum sagði Sigurjón: Magnús hefur marga furðulega takta meðal annars þann \"borðsið\" að súpa nokkrum sinnum á kaffifantinum löngu eftir að hann er orðinn tómur og drekkur því stundum meira loft en kaffi!!!!

Á myndinni eru Magnús og kona hans Guðný Höskuldsdóttir. Myndina tók Sigurður Sigmundsson.


Magnús situr meðal oss
á miklu ættarsetri
röggsamur hann ræktar hross
sem reynast öðrum betri

Fámáll stundum fer um sveit
og fáum heilsar þungur
ef í haga lítur hross á beit
hann verður léttur - ungur

Setið á bænum í sextíu ár
með sérviskunnar töktum fínum
en hann er sætur - hann er klár
hann er líkur frænda sínum!!!

Umtal þola Magnús má
og manna skilning lítinn
ekki er hann allra sá
ýmsir telj´ann skrítinn

En eigir þú við hann ágætt spjall
af honum stafar hlýjan
hann traustur er og tryggur kall
þó tennurnar vanti í´ann!!!