Þrír frá sjö milljónir úr Stofnverndarsjóði

23. janúar 2009
Fréttir
Þrír aðilar fengu úthlutað 7 milljónum króna úr Stofnverndarsjóði fyrir árið 2009. Til ráðstöfunar voru 6.972.612 krónur. Tveimur umsóknum var hafnað. Tveir starfsmenn á Hvanneyri fá 3 milljónir hvor til rannsókna. Þeir fengur einnig styrk á síðasta ári.Þrír aðilar fengu úthlutað 7 milljónum króna úr Stofnverndarsjóði fyrir árið 2009. Til ráðstöfunar voru 6.972.612 krónur. Tveimur umsóknum var hafnað. Tveir starfsmenn á Hvanneyri fá 3 milljónir hvor til rannsókna. Þeir fengur einnig styrk á síðasta ári.Þrír aðilar fengu úthlutað 7 milljónum króna úr Stofnverndarsjóði fyrir árið 2009. Til ráðstöfunar voru 6.972.612 krónur. Tveimur umsóknum var hafnað. Tveir starfsmenn á Hvanneyri fá 3 milljónir hvor til rannsókna. Þeir fengur einnig styrk á síðasta ári.

Þorvaldur Kristjánsson fær þrjár milljónir til að rannsaka tengsl byggingar og hæfileika íslenska hestsins. Það verkefni fékk einnig styrk í fyrra. Elsa Albertsdóttir fær 3 milljónir til að rannsaka samþætt kynbótamat íslenskra hestsins – kynbóta- og keppniseiginleika. Verkefnið var einnig styrkt í fyrra.

Sigríður Björnsdóttir fær 1 milljón til að þróa aðferðir til að meta fyrstu stig slitgigtar í hæklum á íslenskum hestum með þrívíðri byggingargreiningu, myndgreiningum og greiningu blóðþátta. Sigríður fékk einnig styrk í fyrra til að þróa geiningu byggingar og hreyfimynsturs ungra íslenskra hrossa og tengsl við brjóskeyðingu í flötu liðum hækilsins.