Eigum ekki að markaðssetja ranga tamningu

27. janúar 2009
Fréttir
Það er ekki sjálfgefið að íslenskur gæðingur sé með lélegt fet og hægt stökk. Þetta er fyrst og fremst spurning um rétta tamningu og þjálfun,“ segir Magnús Lárursson tamningamaður og reiðkennari. „Ég er ekki sammála því að við eigum að markaðssetja ranga tamningu.“Það er ekki sjálfgefið að íslenskur gæðingur sé með lélegt fet og hægt stökk. Þetta er fyrst og fremst spurning um rétta tamningu og þjálfun,“ segir Magnús Lárursson tamningamaður og reiðkennari. „Ég er ekki sammála því að við eigum að markaðssetja ranga tamningu.“

Það er ekki sjálfgefið að íslenskur gæðingur sé með lélegt fet og hægt stökk. Þetta er fyrst og fremst spurning um rétta tamningu og þjálfun,“ segir Magnús Lárursson tamningamaður og reiðkennari. „Ég er ekki sammála því að við eigum að markaðssetja ranga tamningu.“

Magnús segir að það sé allt of algengt að menn gefi ekki hestunum nægan tíma í tamningaferlinu. Hestarnir séu reistir of mikið of snemma. Beðið sé um fas á gangtegundum áður en hestarnir hafi náð andlegu og líkamlegu jafnvægi.

„Með réttri þjálfun er hægt að kenna öllum hestum að feta og stökkva hægt. Það tekur að vísu mislangan tíma og er misauðvelt eftir hestgerð; skapgerð og sköpulagi. Kunnátta tamningamannsins ræður auðvitað miklu, og svo er þetta líka spurning um hvaða kröfu kaupendurnir gera. Vilja þeir vel taminn hest, eða er þeim sama. Það er náttúrulega styttra söluferli að sleppa ýmsum grunnatriðum.

Ég sé ekki punktinn í að markaðssetja gæðingakeppni, nema það sé gæðingakeppni á vel tömdum hestum. Það er ekki rétt að markaðssetja keppni á spenntum hestum sem eru meira og minna á framhlutanum. Við hrífumst af kraftinum og flýtinum í gæðingakeppninni. En þegar hestur flýtir sér er það vegna þess að hann er annað hvort á framhlutanum, spenntur, eða hvoru tveggja. Margir hestar í gæðingakeppni eru spenntir og á framhlutanum.

Ég vil hins vegar taka undir það með Sigurði Ragnarssyni að það er þörf á að halda málþing um þessa hluti og ég fagna því ef það verður gert,“ segir Magnús Lárusson.