Fréttir: Júlí 2008

FEIF Youth Cup í Brunnadern í Sviss

29.07.2008
Fréttir
Vikuna 12. – 20.júlí fóru 9 íslenskir unglingar til Brunnadern í Sviss þar sem þau tóku þátt í þjálfun og keppni á FEIF Youth Cup. Þátttakendur á mótinu voru 72 frá 12 aðildarlöndum FEIF. Það er æskulýðsnefnd FEIF sem stendur fyrir mótinu og þykir það heiður að vera valin til fararinnar.

FEIF Youth Cup í Brunnadern í Sviss

29.07.2008
Fréttir
Vikuna 12. – 20.júlí fóru 9 íslenskir unglingar til Brunnadern í Sviss þar sem þau tóku þátt í þjálfun og keppni á FEIF Youth Cup. Þátttakendur á mótinu voru 72 frá 12 aðildarlöndum FEIF. Það er æskulýðsnefnd FEIF sem stendur fyrir mótinu og þykir það heiður að vera valin til fararinnar.

Röðull frá Kálfholti sigurvegari B-flokks gæðinga

06.07.2008
Fréttir
Röðull frá Kálfholti og Ísleifur Jónasson voru langefstir í B-flokki gæðinga og áttu hreint frábæra sýningu í A-úrslitunum í dag. Annar varð Eldjárn frá Tjaldhólum og Akkur frá Brautarholti þriðji.

Grettir Jónasson sigurvegarar í A-úrslit ungmenna

06.07.2008
Fréttir
Grettir Jónasson á Gusti frá Lækjarbakka gerði sér lítið fyrir og sigraði A-úrslitin í ungmennaflokki, en hann kom inn sem áttundi knapi eftir sigur í B-úrslitum í gær, laugardag. Keppnin var jöfn og æsispennandi.

Viðar Ingólfs og Tumi tóku töltið

05.07.2008
Fréttir
Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi sigruðu A-úrslit í tölti í kvöld, laugardag, eftir æsispennandi viðureign. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Rökkvi frá Hárlaugsstöðum fengu tvær tíur fyrir yfirferðina, en það dugði þeim ekki til sigurs.

Sigga Sig tókst ekki að slá eigið met

05.07.2008
Fréttir
Sigurði Sig tókst ekki að slá eigið heimsmet í skeiði þegar knapar reyndu með sér í kvöld. Margir magnaðir skeiðsprettir voru farnir, en það dugði ekki til að slá metið 7,18 sekúndur.

Viðar Ingólfs og Tumi tóku töltið

05.07.2008
Fréttir
Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi sigruðu A-úrslit í tölti í kvöld, laugardag, eftir æsispennandi viðureign. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Rökkvi frá Hárlaugsstöðum fengu tvær tíur fyrir yfirferðina, en það dugði þeim ekki til sigurs.

11 - 12 þúsund á Landsmóti

05.07.2008
Fréttir
Áætlað er að um 11 til 12 þúsund manns séu nú samankomnir í blíðskaparveðri á Landsmóti á Gaddstaðaflötum á Hellu. Hestakostur hefur aldrei verið betri og hafa stórgóðar sýningar sést á keppnisvellinum, þar sem hart er barist um sigur í hverjum flokki.

Gári frá Auðsholtshjáleigu efstur í flokki stóðhesta með afkvæmum

05.07.2008
Fréttir
Gárí frá Auðsholtshjáleigu hlaut fyrsta sæti í flokki stóðhesta með afkvæmum til fyrstu verðlauna. Sex stóðhestar voru sýndir með afkvæmum í þeim flokki.