FEIF Youth Cup í Brunnadern í Sviss

29. júlí 2008
Fréttir
Vikuna 12. – 20.júlí fóru 9 íslenskir unglingar til Brunnadern í Sviss þar sem þau tóku þátt í þjálfun og keppni á FEIF Youth Cup. Þátttakendur á mótinu voru 72 frá 12 aðildarlöndum FEIF. Það er æskulýðsnefnd FEIF sem stendur fyrir mótinu og þykir það heiður að vera valin til fararinnar.Vikuna 12. – 20.júlí fóru 9 íslenskir unglingar til Brunnadern í Sviss þar sem þau tóku þátt í þjálfun og keppni á FEIF Youth Cup. Þátttakendur á mótinu voru 72 frá 12 aðildarlöndum FEIF. Það er æskulýðsnefnd FEIF sem stendur fyrir mótinu og þykir það heiður að vera valin til fararinnar.

Vikuna 12. – 20. júlí fóru 9 íslenskir unglingar til Brunnadern í Sviss þar sem þau tóku þátt í þjálfun og keppni á FEIF Youth Cup. Þátttakendur á mótinu voru 72 frá 12 aðildarlöndum FEIF. Það er æskulýðsnefnd FEIF sem stendur fyrir mótinu og þykir það heiður að vera valin til fararinnar.

Krakkarnir fengu lánaða hesta og byrjuðu vikuna í reiðkennslu og þjálfun hjá frábærum reiðkennurum og síðan tók við 3ja daga keppni. Þau náðu góðum árangri á lánshestunum og kom einn keppenda heim með Tölthornið „okkar“ sem Ísland gaf í T7. Það var Hanna Rún Ingibergsdóttir úr Sörla sem hlaut það eftir að hafa riðið bráðabana við löndu sína Ástríði Magnúsdóttur úr Stíganda. Þetta er í annað skiptið í röð sem Tölthornið kemurheim, en Rúna Helgadóttir vann það í Austurríki 2006.

Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði og áttum við 4 fulltrúa af 6 sem kepptu í A úrslitum í T7, auk þess að eiga fulltrúa í bæði A- og B- úrslitum í nokkrum greinum. Ástríður hlaut verðlaun sem nefnast „Feather price“ (Fjöðrin) og eru hvatningaverðlaun FEIF um fagmannlegra hestamennsku og fjaðurlétta reiðmennsku og er þetta mikill heiður fyrir hana. Einnig var hún valin ein af fimm efnilegustu knöpum mótsins.

Aðrir stóðu sig vel í liðakeppninni, en keppendum var skipt í 6 manna lið og var reynt að gæta þess að tveir frá sama landi lentu ekki í sama liði, sem var leið til að láta krakkana kynnast öðrum þjóðum. Var hvert lið látið taka þátt í Team testi sem var að þekkja hina ýmsu hluti varðandi hestinn og fleira honum tengt. Einnig var liðsstjórinn og þjálfarinn þeim til halds og trausts að velja greinar til að keppa í með tilliti til hvernig hesturinn var sem viðkomandi fékk, þ.e. klárhestur, skeiðhestur eða góður í hlýðnikeppni og fleira, en einn keppandi frá okkur keppti í hlýðnikeppninni.
Þau tóku svo þátt í víðavangshlaupi “Cross country” og þrautabraut „Trail“ sem var með hinum ýmsu þrautum, svo sem að láta hestinn bakka, fara af baki og hlaupa/ganga kringum hann án þess að halda í hann, velta bolta milli tveggja planka með kústi sitjandi á baki, hengja upp skilti (svipað og að hengja upp þvott og fleira, þetta þurftu þau að gera á innan við 5 míntum en það var tíminn sem þau fengu í brautinn hvert fyrir sig, eftir það fengu þau refsistig. Einnig var keppt í Fánakeppni „Flag race“, en þar var keppt á beinni braut, 4 tunnur voru á leiðinni með fánum í fyrstu og þriðju tunnu og áttu þau að færa fánana á milli tunnanna og þurftu þeir að festast, svo var keppt við tímann. Þetta vakti mikla hrifningu og spennu.

Hestarnir voru náttúrulega misjafnlega færir í þessu eins og gefur að skilja og munaði stundum litlu að knapar féllu af, en einn knapinn missti jafnvægið og datt af baki, en sem betur meiddist hann ekki. Á laugardagskvöldinu var lokahófið með verðlauna-afhendingu fyrir liðakeppnirnar og dansi um kvöldið. Það voru þreyttir en ánægðir Youth Cup farar sem komu heim aðfararnótt mánudags eftir 18 tíma ferðalag í lestum og flugi.