11 - 12 þúsund á Landsmóti

05. júlí 2008
Fréttir
Áætlað er að um 11 til 12 þúsund manns séu nú samankomnir í blíðskaparveðri á Landsmóti á Gaddstaðaflötum á Hellu. Hestakostur hefur aldrei verið betri og hafa stórgóðar sýningar sést á keppnisvellinum, þar sem hart er barist um sigur í hverjum flokki.Áætlað er að um 11 til 12 þúsund manns séu nú samankomnir í blíðskaparveðri á Landsmóti á Gaddstaðaflötum á Hellu. Hestakostur hefur aldrei verið betri og hafa stórgóðar sýningar sést á keppnisvellinum, þar sem hart er barist um sigur í hverjum flokki.

Áætlað er að um 11 til 12 þúsund manns séu nú samankomnir í blíðskaparveðri á Landsmóti á Gaddstaðaflötum á Hellu. Hestakostur hefur aldrei verið betri og hafa stórgóðar sýningar sést á keppnisvellinum, þar sem hart er barist um sigur í hverjum flokki. Góður rómur hefur verið gerður að keppnishaldinu.

Einn af hápunktum dagksrárinnar í kvöld er úrslitakeppni í tölti og einnig verður reynt að setja nýtt heimsmet í 100 metra skeiði, en þeim sem það tekst fær að launum Toyota Hilux pallbíl. Skemmtidagskrá kvöldsins er þéttskipuð og lýkur með brekkusöng sem Jónsi og Einar Örn í hljómsveitinni Svörtum fötum stjórna.