Minni menntun FEIF dómara

17. október 2008
Fréttir
Hestamenn í útlöndum þurfa ekki að hafa kandidatspróf í búvísindum til að hljóta svokölluð FEIF kynbótadómara réttindi. Sú krafa er hins vegar bundin í lög á Íslandi. Erlendir FEIF dómarar mega ekki dæma kynbótahross á Íslandi. Kynbótadómar þeirra í útlöndum eru hins vegar fullgildir í WorldFeng og kynbótamatinu.Hestamenn í útlöndum þurfa ekki að hafa kandidatspróf í búvísindum til að hljóta svokölluð FEIF kynbótadómara réttindi. Sú krafa er hins vegar bundin í lög á Íslandi. Erlendir FEIF dómarar mega ekki dæma kynbótahross á Íslandi. Kynbótadómar þeirra í útlöndum eru hins vegar fullgildir í WorldFeng og kynbótamatinu.

Hestamenn í útlöndum þurfa ekki að hafa kandidatspróf í búvísindum til að hljóta svokölluð FEIF kynbótadómara réttindi. Sú krafa er aftur á móti bundin í lög á Íslandi. Erlendir FEIF dómarar mega ekki dæma kynbótahross á Íslandi. Kynbótadómar þeirra í útlöndum eru hins vegar fullgildir í WorldFeng og kynbótamatinu.

Undirritaður benti á þetta atriði á haustfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem haldinn var í Þingborg í gærkvöldi. Vakti það nokkra athygli. Það er augljóslega auðveldara að gerast kynbótadómari í öðrum FEIF löndum en Íslandi, hafi menn ekki áhuga á langskólanámi í búvísindum. Í öðru lagi lítur út fyrir að FEIF dómarar séu ekki „fullgildir“, — en tölurnar sem þeir gefa í útlöndum eru það! 

Á myndinni er dómnefnd kynbótahrossa á HM2001. JE