Skemmtilegur vetur framundan

22. október 2008
Fréttir
„Lífið eykst í hesthúsahverfunum þegar harðnar á dalnum. Það hefur alltaf haldist í hendur.“ Þetta er haft eftir eldri hestamönnum sem muna tímana tvenna.„Lífið eykst í hesthúsahverfunum þegar harðnar á dalnum. Það hefur alltaf haldist í hendur.“ Þetta er haft eftir eldri hestamönnum sem muna tímana tvenna.„Lífið eykst í hesthúsahverfunum þegar harðnar á dalnum. Það hefur alltaf haldist í hendur.“ Þetta er haft eftir eldri hestamönnum sem muna tímana tvenna.

Skýringin ku vera sú að menn hætti ekki að taka hross á hús á krepputímum. Heldur taki inn færri hross og gefi sér meiri tíma til að spjalla við náungann og ríða út í góðra vina hópi. Vinnutíminn styttist líka hjá mörgum og menn noti aukinn frítíma til að hitta mann og annan. Ef þeir gömlu hafa rétt fyrir sér er skemmtilegur vetur framundan í hestamennskunni, þótt menn verði kannski ekki eins flottir á því og undanfarin ár.