Fréttir: Nóvember 1999

Spennan magnast - nýr stöðulisti

30.11.1999
Fréttir
Landsmót uppfærir reglulega stöðulista í tölti og skeiði. Spennan magnast...

238 kynbótahross náði lágmarki LM

30.11.1999
Fréttir
Alls náðu 238 kynbótahross einkunnalágmörkum í einstaklingssýningum komandi landsmóts á Hellu. Eigendur eða knapar þessara kynbótahrossa eru beðnir að láta undirritaðan vita um forföll frá landsmóti svo fljótt sem auðið er. Endanleg dagskrá varðandi tímasetningar verður ákveðin næstkomandi fimmtudagskvöld og er þá afar brýnt að geta vitað um öll afföll sem fyrirséð eru. Sex hrossa fækkun þýðir stytting á dagskrá um eina klukkustund við dóma. Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur, sími: 892 0619

Milliriðlar og tölt: vinsamleg tilmæli vegna tónlistarvals á LM

30.11.1999
Fréttir
Ákveðið hefur verið að brydda uppá þeirri nýbreytni að knapar á Landsmóti geti valið og komið með tónlist að eigin vali í milliriðlum og tölti á meðan hross þeirra eru í braut. Eru það vinsamleg tilmæli LM að knapar velji instrumental tónlist, þ.e. tónlist án söngs og/eða tónlist með söng á okkar ástkæra ylhýra.

Endanleg dagskrá Landsmóts

30.11.1999
Fréttir
Mótstjórn LM 2008 hefur nú yfirfarið endanlega dagskrá keppnishluta og gert smávægilegar breytingar á henni eftir að úrslit frá úrtökumótum lágu fyrir. Nánari tímasetningar skemmtiatriða og afþreyingardagskrá barna verður birt innan skamms. Það ber þó að taka fram að alltaf þarf að taka dagskrá á svo viðamiklum viðburði með fyrirvara en mótshaldarar munu leggja sig í líma við að tímasetningar standist í hvívetna.

Úrslit allra greina á Landsmóti 2008

30.11.1999
Fréttir
Finna má úrslit allra greina frá Landsmótinu á Gaddstaðaflötum 2008 undir slóðinni: http://www.landsmot.is/index.php?pid=366

Ljóð frumflutt í tilefni Landsmóts 2008

30.11.1999
Fréttir
Við mótsetningu Landsmóts 2008 frumflutti Steinunn Arinbjarnardóttir ljóð eftir föður sinn Arinbjörn Vilhjálmsson. Landsmót ehf. þakkar Arinbirni og Steinunni fyrir þeirra skemmtilega framlag og birtir ljóðið hér í heild sinni.

Lukka efst sem stendur

30.11.1999
Fréttir
Lukka frá Stóra-Vatnsskarði stóð efst fyrir hádegi í flokki hryssna 7 vetra og eldri. Hlaut hún 8,84 í aðaleinkunn - 8.46 fyrir sköpulag og 9.1 fyrir kosti. Það var Þórður Þorgeirsson stórknapi sem sýndi Lukku

Upplýsingasími á Landsmóti 841 0011

30.11.1999
Fréttir
Fjöldi fólks leitar sér upplýsinga meðan á Landsmóti (LM) stendur og hefur upplýsingasími LM og Landssambands hestamannafélaga (LH) verður opnaður. Síminn er: 841 0011.

Knapar minntir á heilbrigðisskoðun hesta

30.11.1999
Fréttir
Knapar á Landsmóti eru minntir á að mæta með hesta sína í heilbrigðisskoðun í stóðhestahúsinu 2 - 24 klukkustundum fyrir keppni. Þetta gildir um alla hesta í A-flokki, B-flokki, tölti og skeiði.