Fréttir

Vilja minnka umfang Landsmótanna

10.10.2008
Fréttir
Almennur vilji virðist fyrir því meðal hestamanna að létta dagskrá Landsmóta hestamanna. Á umræðufundi LH um LM2008 voru flestir sem tóku til máls á þeirri skoðun. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur lagði til að kynbótahrossum yrði fækkað í 150 á LM2010. Einnig lagði hann til að milliriðlum og B úrslitum í gæðingakeppni verði sleppt.

Landsmótin þurfa endurskoðunar við

09.10.2008
Fréttir
Það þarf að endurskoða Landsmót hestamanna frá grunni. Ég get ekki séð að það sé raunhæft að halda áfram á sömu braut,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. Kristinn verður á fundi LH um LM2008 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag klukkan fimm síðdegis.

Staða hrossabænda mun versna

09.10.2008
Fréttir
Staða hrossabænda mun versna, alveg eins og flestra annarra stétta. Annað væri ekki raunhæft að áætla, segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. „Hestasala innanlands er að dragast saman, það er alveg ljóst. Ég geri líka ráð fyrir að fólk muni spara við sig að láta temja í vetur.“

Heilbrigðisskoðun á Landsmótum

07.10.2008
Fréttir
Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, mun verða með framsögu og svara fyrirspurnum á fundi LH um LM2008 sem haldinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal fimmtudaginn 9. október klukkan fimm síðdegis. Sigríður mun fjalla um heilbrigðisskoðun sýningahrossa á Landsmótum, en dýralæknar hafa séð um það eftirlit síðastliðin þrjú mót. Hún segir að eftirlitið hafi skilað árangri.

Hefðbundin tannröspun óþörf

07.10.2008
Fréttir
„Ég er á þeirri skoðun að hefðbundin tannröspun, eins og hún hefur verið framkvæmd hér á landi til margra ára, sé óþörf og í versta falli skaðleg,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossa. Hún bendir hestafólki á að láta fagfólk meðhöndla tannvandamál.

Sumarexemið: Tímafrekar og dýrar rannsóknir

07.10.2008
Fréttir
Um 5% útlendra hrossa eru líkleg til að fá sumarexem og má rekja það til erfða. Allt að 50% íslenskra hrossa sem flutt eru út fá sumarexem. Vonast er til að innan fárra ára verði gerðar tilraunir með bólusetningu á útfluttum íslenskum hrossum.°

Innflutningshöft á hrossum og hrossasæði

07.10.2008
Fréttir
Sigríður Björnsdóttir skrifar pistil á heimasíðu Matvælastofnunar, www.mast.is, um hvers vegna ekki má flytja inn hross og hrossasæði.

Uppgjör LM2008 ekki til umræðu

07.10.2008
Fréttir
Uppgjör LM2008 verður ekki til umræðu á fundi LH um LM2008 sem haldinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal á fimmtudaginn klukkan fimm síðdegis. Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri LM2008, segir að endanlegt uppgjör liggi ekki fyrir.

Torsótt að opna Kóngsveginn

06.10.2008
Fréttir
Mjög torsótt mun reynast að koma hinum aldargamla Kóngsvegi í gagnið sem reiðvegi í upprunalegri mynd. Það hefur reynslan kennt okkur. Vegurinn liggur á köflum um einkalönd. Og þrátt fyrir að ekki megi loka fornum reiðleiðum, lögum samkvæmt, er reynslan sú að sá bókstafur má sín oft lítils þegar til kastanna kemur. Flestir elska friðinn og taka þann kostinn frekar en að troða illsakir við landeigendur.