Staða hrossabænda mun versna

09. október 2008
Fréttir
Staða hrossabænda mun versna, alveg eins og flestra annarra stétta. Annað væri ekki raunhæft að áætla, segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. „Hestasala innanlands er að dragast saman, það er alveg ljóst. Ég geri líka ráð fyrir að fólk muni spara við sig að láta temja í vetur.“Staða hrossabænda mun versna, alveg eins og flestra annarra stétta. Annað væri ekki raunhæft að áætla, segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. „Hestasala innanlands er að dragast saman, það er alveg ljóst. Ég geri líka ráð fyrir að fólk muni spara við sig að láta temja í vetur.“Staða hrossabænda mun versna, alveg eins og flestra annarra stétta. Annað væri ekki raunhæft að áætla, segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. „Hestasala innanlands er að dragast saman, það er alveg ljóst. Ég geri líka ráð fyrir að fólk muni spara við sig að láta temja í vetur.“

Kristinn segir að vissulega sé staða hrossabænda misjöfn. Sumir séu nýbúnir að leggja í miklar fjárfestingar með ærnum lánakostnaði. Aðrir hafi farið hægar í sakirnar og standi betur að vígi.
„Það eru hins vegar ljósir punktar í þessu. Sala á kynbóta- og keppnishrossum til útlanda er ennþá á sama róli. Það er líka mikil ásókn í að farga hrossum þessa dagana, sem þýðir að menn eru að hreinsa til. Framboð á lakari hrossum mun því minnka þegar líður fram á næsta ár. Það ætti að hjálpa til við að halda uppi verðinu á betri hrossunum,“ segir Kristinn.