Sumarexemið: Tímafrekar og dýrar rannsóknir

07. október 2008
Fréttir
Um 5% útlendra hrossa eru líkleg til að fá sumarexem og má rekja það til erfða. Allt að 50% íslenskra hrossa sem flutt eru út fá sumarexem. Vonast er til að innan fárra ára verði gerðar tilraunir með bólusetningu á útfluttum íslenskum hrossum.°Um 5% útlendra hrossa eru líkleg til að fá sumarexem og má rekja það til erfða. Allt að 50% íslenskra hrossa sem flutt eru út fá sumarexem. Vonast er til að innan fárra ára verði gerðar tilraunir með bólusetningu á útfluttum íslenskum hrossum.°Um 5% útlendra hrossa eru líkleg til að fá sumarexem og má rekja það til erfða. Allt að 50% íslenskra hrossa sem flutt eru út fá sumarexem. Vonast er til að innan fárra ára verði gerðar tilraunir með bólusetningu á útfluttum íslenskum hrossum.°

Fyrir tæpum áratug tóku Íslendigar upp samstarf á alþjóðlegum vettvangi við ýmsa aðila á sviði rannsókna á sumarexemi. Síðastliðið sumar var haldinn vinnufundur vísindamanna á Hólum í Hjaltadal. Fulltrúar frá flestum rannsóknahópum sem starfa á þessu sviði í Evrópu og Bandaríkjunum kynntu rannsóknir sínar.

Mikil áhersla er nú lögð á rannsóknir á sumarexemi í íslenska hestinum enda er sjúkdómurinn hvergi eins alvarlegur og algengur og í útfluttum íslenskum hrossum. Komið hefur í ljós að hið háa hlutfall sumarexems í þeim hópi skýrist að mestu leyti af umhverfisþáttum.

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir, segir að heilmikið hafi áunnist. En rannsóknirnar séu flóknar, tímafrekar og kostnaðarsamar. Þó eygi menn nú nýja möguleika á meðhöndlun. Eitt prótein í munnvatni flugunnar sem veldur sumarexemi sé nú þekktur ofnæmisvaldur og fleiri í skoðun. Fljótlega verði hægt að nota þau til tilrauna á afnæmingu íslenskra hrossa erlendis. Vonir standi til að innan fárra ára verði bólusettir hestar fluttir út frá Íslandi og sannreynt hvort sú aðferð virki.

Vonir eru bundnar við að íslenska ættbókin, WorldFengur, geti orðið mikilvægur hlekkur í baráttuni við sumarexemið. Ættfræðigrunnurinn og kerfisbundin lífsýnataka úr útfluttum hrossum samhliða þróun heilsukorta innan WF er sá grunnur sem næstu skref verða byggð á. Vonast er til að með tímanum byggist upp gagnagrunnur sem verði einstakur á heimsvísu og geti veitt svör við áleitnum spurningum um samspil erfða og umhverfis á ónæmiskerfið.