Landsmótin þurfa endurskoðunar við

09. október 2008
Fréttir
Það þarf að endurskoða Landsmót hestamanna frá grunni. Ég get ekki séð að það sé raunhæft að halda áfram á sömu braut,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. Kristinn verður á fundi LH um LM2008 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag klukkan fimm síðdegis.Það þarf að endurskoða Landsmót hestamanna frá grunni. Ég get ekki séð að það sé raunhæft að halda áfram á sömu braut,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. Kristinn verður á fundi LH um LM2008 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag klukkan fimm síðdegis.Það þarf að endurskoða Landsmót hestamanna frá grunni. Ég get ekki séð að það sé raunhæft að halda áfram á sömu braut,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. Kristinn verður á fundi LH um LM2008 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag klukkan fimm síðdegis.

„Landsmótin eru orðin allt of viðamikil. Þau eru ofhlaðin. Það verður að skera dagskránna niður. Eitt af markmiðum okkar með Landsmótunum er að þau séu markaðsgluggi okkar hestamanna út á við. Staðreyndin er sú að dagskráin er svo þétt að það hefur enginn tíma til að skoða það sem er í boði. Fólk hefur varla tíma til að tala saman. Það er líka ýmislegt annað sem ég tel að við verðum að skoða, bæði hvað varðar framkvæmd síðasta Landsmóts, og rekstur Landsmótanna og framkvæmd í heild til framtíðar litið. Ég mun viðra þær skoðanir mínar á fundinum í dag,“ segir Kristinn.