Fréttir

Bestu stóðhestarnir verða áfram hér heima

01.12.2008
Fréttir
„Ég held að við þurfum ekkert að óttast. Það er mjög sjaldgæft að óumdeildir kynbótahestar séu seldir úr landi,“ segir Hinrik Bragason, hrossaútflytjandi, knapi og ræktunarmaður. Töluverður skjálfti hefur gripið um sig meðal hestamanna vegna aukinnar sölu á stóðhestum til útlendinga.

Hnokki frá Fellskoti í limbói

01.12.2008
Fréttir
„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð Hnokka. Hann er ekki á leið til Danmerkur eins og er. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að danskur aðili, Mads Jörgensen, á stærstan hlut í hestinum,“ segir Hinrik Bragason, hrossabóndi á Árbakka.

Pétur A. Maack formaður Andvara

01.12.2008
Fréttir
Pétur A. Maack var í gærkvöldi kosinn formaður Andavara á aðalfundi félagsins. Guðjón Gunnarsson var endurkjörinn í stjórn en aðrir stjórnarmenn eru nýir. Allar starfsnefndir félagsins voru mannaðar á aðalfundinum.

Verðum að standa vörð um æskulýðs- starfið

01.12.2008
Fréttir
Íþrótta- og Ólympíusamand Íslands, ÍSÍ, stóð fyrir ráðstefnu um fjármál íþróttahreyfingarinnar síðastliðinn föstudag. Þar var lagt til að sérsamböndin endurskoðuðu fjárhagsáætlanir sínar í ljósi kreppunnar. Sérstaklega var hvatt til þess að samdráttur í tekjum bitnaði ekki á æskulýðsstarfinu.

Góður andi á aðalfundi Gusts

28.11.2008
Fréttir
Það var góður andi samstöðu sem sveif yfir vötnum á vel sóttum aðalfundi Gusts, sem haldinn var í gærkvöldi. Hermann Vilmundarson hlaut afgerandi kosningu í formannssætið, eða 71 atkvæði á móti 42 atkvæðum Kristínar Njálsdóttur.

Aðalfundur FT Norður

27.11.2008
Fréttir
Aðalfundur Norðurdeildar Félags tamningarmanna verður haldinn miðvikudaginn 3. Desember næstkomandi kllukkan 18:30 í andyri reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundastörf.

Gustur styrkir nýja heimasíðu LH

27.11.2008
Fréttir
Hestamannafélagið Gustur hefur veitt Landssambandi hestamannafélaga fimmtán hundruð þúsund króna styrk til gerðar nýrrar heimasíðu samtakanna. Upphaflega var styrkurinn hugsaður fyrir kynningar- og upplýsingabækling um hestamennsku.

Aðalfundur FT 2008

27.11.2008
Fréttir
Aðalfundur Félags tamningamanna verður haldinn laugardaginn 13. desember nk. í bókasafni BÍ í Bændahöllinni (Hótel Sögu) á 3. hæð.

Fimmtán folar á fjórða

27.11.2008
Fréttir
Fimmtán graðfolar á fjórða vetur eru komnir á hús hjá Olil og Bergi í Syðri-Gegnishólum. Allt eru þetta folar undan þekktum stóðhestum og hryssum. Flestir eru frá Ketilsstöðum á Völlum.