Pétur A. Maack formaður Andvara

01. desember 2008
Fréttir
Pétur A. Maack var í gærkvöldi kosinn formaður Andavara á aðalfundi félagsins. Guðjón Gunnarsson var endurkjörinn í stjórn en aðrir stjórnarmenn eru nýir. Allar starfsnefndir félagsins voru mannaðar á aðalfundinum.Pétur A. Maack var í gærkvöldi kosinn formaður Andavara á aðalfundi félagsins. Guðjón Gunnarsson var endurkjörinn í stjórn en aðrir stjórnarmenn eru nýir. Allar starfsnefndir félagsins voru mannaðar á aðalfundinum.Pétur A. Maack var í gærkvöldi kosinn formaður Andavara á aðalfundi félagsins. Guðjón Gunnarsson var endurkjörinn í stjórn en aðrir stjórnarmenn eru nýir. Allar starfsnefndir félagsins voru mannaðar á aðalfundinum.

Í frétt á heimasíðu Andara www.andvari.is segir:

„Aðalfundur Andvara var haldinn í gærkvöldi, milli 40 og 50 félagsmenn mættu á fundinn sem var málefnalegur og góður. Bæjarstjóri Garðabæjar og formaður Íþrótta og tómstundaráðs Garðabæjar komu á fundinn og spjölluðu um samskipti og stuðning bæjarins við félagið, reiðleiðir, skipulagsmál og lóðaúthlutanir.

Fram kom mikill velvilji bæjarins til Andvara og skilningur á þörfinni á stuðningi nú þegar ljóst er að ekki verður af sameiningu Andvara og Gusts og uppbygging á Kjóavallarsvæðinu dregst um einhvern tíma.

Ný stjórn var kjörin og hana skipa Pétur A. Maack formaður og aðrir stjórnarmenn eru, Guðjón Gunnarsson, Geirþrúður Geirsdóttir, Guðjón Árnason, Gunnar Már Þórðarson. Varastjórnarmenn eru, Ingibjörg Geirsóttir og Sigfús A. Gunnarsson.

Nýkjörinn formaður ræddi um stöðu félagsins nú og lagði áherslu á að blása yrði til sóknar í félagsstarfinu og vinna upp þau 3 ár sem hann kallaði biðárin vegna undirbúnings og viðræðna um sameiningu Andvara og Gusts, sem ekki verður af.“