Fréttir

Ný heimasíða LH í smíðum á Akureyri

04.12.2008
Fréttir
Smíði á nýrri heimasíðu LH er hafin. Tekið var tilboði frá Stefnu á Akureyri, sem er öflugt fyrirtæki á þessu sviði. Stefna hefur smíðað vefi fyrir mörg stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Má þar nefna Búseta, Vodafone, ASK Arkítekta, Tölvuskólann, iSoft, Þekkingu og sveitarfélagið Svalbarðsströnd.

Syðra-Garðshorn ræktunarbú Þingeyinga og Eyfirðinga

04.12.2008
Fréttir
Fjölmenni var á árlegum haustfundi HEÞ sem haldinn var í Funaborg, félagsheimili Funamanna í gærkvöldi. Frummælendur voru Elsa Albertsdóttir doktorsnemi við Lbhí, Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur og Þórir Örn Grétarsson frá Sjóvá. Erindin voru fróðleg og skemmtileg og urðu miklar umræður um þau.

Stóri Þórodds árgangurinn í tamningu

03.12.2008
Fréttir
Nú eru að koma í tamningu trippi undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum, fædd 2005, árið eftir að hann setti heimsmet í aðaleinkunn á LM2004. Margar af bestu hryssum landsins voru leiddar undir hestinn það sumar.

Heiðursfólk og afburða- knapar í Fáki

02.12.2008
Fréttir
Á uppskeruhátíð Fáks um helgina voru afreksknapar og afrekssjálfboðaliðar heiðraðir. Að venju bauð Fákur öllum þeim sem hafa starfað fyrir félagið til hátíðarinnar. Sigvaldi kokkur galdraði fram dýrindis mat og Eyjólfur veislustjóri sá um að halda mönnum við efnið.

Olil og Bergur byggja reiðhöll

02.12.2008
Fréttir
Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa ráðist í byggingu reiðhallar. Framkvæmdir við grunn eru þegar hafnar. Húsið er frá Límtré og er 20x50 metrar að flatarmáli.

Mikið djöfull getur fennt

02.12.2008
Fréttir
Á heimasíðum hestamanna- félaganna kennir ýmsra grasa. Á www.sorli.is er að finna kvæði eftir Elías M V Þórarinsson um íslenskt, vestfirskt fannfergi. Dóttir Elíasar, Kristín Auður, heldur úti veitingasölu í Sörla og lagði heimasíðunni til kvæðið.

Tindur frá Varmalæk til Noregs

02.12.2008
Fréttir
Stóðhesturinn Tindur frá Varmalæk hefur verið seldur til Noregs. Stian Petersen mun þjálfa hestinn. Kaupandinn er norskt hrossaræktarbú, Stall Myra. Tindur er einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins og varð í þriðja sæti í A flokki á LM2008.

Ekki hætt við reiðhöll

01.12.2008
Fréttir
Við erum ekki hætt við að byggja reiðhöll, síður en svo. Það hafa hins vegar orðið miklar tafir á verkinu og þolinmæði okkar var einfaldlega þrotin,“ segir Guðjón Magnússon, formaður Harðar í Mosfellsbæ. Félagið sleit nýlega verksamningi við GT bygg og stál, og leitar nú nýrra tilboða í reiðhöll.

Félagshestar fá notkun í kreppunni

01.12.2008
Fréttir
„Það er fullsnemmt að spá fyrir um verð á folatollum næsta vor og sumar,“ segir Hinrik Bragason hrossabóndi og stóðhestahaldari á Árbakka. „Þótt útlitið sé ekki bjart þá ættum við nú samt að sjá til hvað veturinn ber í skauti sér. Það er aldrei að vita nema að það vori vel. En miðað við ástandið eins og það er núna þá er auðvitað ekki raunhæft að gera ráð fyrir öðru en að eftirspurnin minnki.“