Hnokki frá Fellskoti í limbói

„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð Hnokka. Hann er ekki á leið til Danmerkur eins og er. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að danskur aðili, Mads Jörgensen, á stærstan hlut í hestinum,“ segir Hinrik Bragason, hrossabóndi á Árbakka.„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð Hnokka. Hann er ekki á leið til Danmerkur eins og er. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að danskur aðili, Mads Jörgensen, á stærstan hlut í hestinum,“ segir Hinrik Bragason, hrossabóndi á Árbakka.

„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð Hnokka. Hann er ekki á leið til Danmerkur eins og er. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að danskur aðili, Mads Jörgensen, á stærstan hlut í hestinum,“ segir Hinrik Bragason, hrossabóndi á Árbakka.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að Hnokki sé á förum til Danmerkur, en hann er skráður í keppni sem verður háð þar í landi á þorranum. Hinrik segir að það hafi verið gert til vonar og var ef svo færi að Danir keyptu hestinn allan.

„Það er rétt að hesturinn er skráður í þessa keppni. Það er áhugi fyrir honum í Danmörku og nokkrir aðilar þar sem hafa sýnt því áhuga að kaupa okkar hlut; stofna um hann hlutafélag og flytja hann út. Málið er hins vegar ekki komið á það stig að hesturinn sé á leið úr landi. Við höfum mikla trú á Hnokka sem kynbótahesti. Það er líka inni í myndinni að við kaupum allan hestinn og að hann verði áfram hér heima. Það eru nokkrir aðilar sem vilja fá hann leigðan næsta sumar. Folöldin undan honum eru mjög álitleg,“ segir Hinrik.

Hnokki er undan Hrynjanda frá Hrepphólum og Hnotu frá Fellskoti, Ófeigsdóttur frá Flugumýri. Hann hlaut 8,52 í aðaleinkunn á LM2008, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, háls, bak og samræmi, svo eitthvað sé nefnt.

Myndin er af Hnokka, knapi Hinrik Bragason.