Gustur styrkir nýja heimasíðu LH

Hestamannafélagið Gustur hefur veitt Landssambandi hestamannafélaga fimmtán hundruð þúsund króna styrk til gerðar nýrrar heimasíðu samtakanna. Upphaflega var styrkurinn hugsaður fyrir kynningar- og upplýsingabækling um hestamennsku.Hestamannafélagið Gustur hefur veitt Landssambandi hestamannafélaga fimmtán hundruð þúsund króna styrk til gerðar nýrrar heimasíðu samtakanna. Upphaflega var styrkurinn hugsaður fyrir kynningar- og upplýsingabækling um hestamennsku.Hestamannafélagið Gustur hefur veitt Landssambandi hestamannafélaga fimmtán hundruð þúsund króna styrk til gerðar nýrrar heimasíðu samtakanna. Upphaflega var styrkurinn hugsaður fyrir kynningar- og upplýsingabækling um hestamennsku.

Bjarnleifur Bjarnleifsson, fráfarandi formaður Gusts, segir að hugmynd stjórnar Gusts hafi verið sú að gerður yrði ýtarlegur kynningarbæklingur fyrir hestamenn, almenning og yfirvöld. Þar yrðu leiðbeinandi upplýsingar fyrir skipulagsyfirvöld, lögreglu og sjúkraliða. Auk þess kennslu- og fræðsluefni fyrir skóla og ökuskóla, og fyrir byrjendur í hestamennsku.

„Í viðræðum við LH um þróun verksins kviknaði sú hugmynd að sennilega myndum við best ná fram markmiðum okkar með því að efla og bæta heimasíðu LH. Þar yrði að finna allar umræddar upplýsingar, auk þess sem frétta- og upplýsingaflæði á heimasíðunni yrði aukið. Stjórn Gusts var sammála um að þetta væri besta leiðin. Breytingar á öllum sviðum eru orðnar mjög örar. Á Vefnum er mun auðveldara og ódýrara að uppfæra upplýsingar. Kostnaður við pappír og prentun hefur líka aukist mikið. Þegar upp var staðið voru allir sammála um að Vefurinn væri besti kosturinn,“ segir Bjarnleifur.

Nýr vefur er nú í undirbúningi og smíði hans mun hefjast á næstu dögum. Bjarnleifur segist vonast til að þetta verði lyftistöng fyrir hestamannafélögin í landinu. Mikilvægt sé að heildarsamtök þeirra hafi öfluga og sameiginlega upplýsingasmiðju sem allir geti leitað í.

„Styrkur þess var svar Gusts við vinarbragði LH, sem veitti okkur liðsinni þegar við áttum í baráttu í okkar skipulagsmálum. Við mátum það viðbragð mikls. Og þannig á það að vera, LH fyrir hestamannafélögin og  hestamannafélögin fyrir LH,“ segir Bjarnleifur.

Á myndinni eru Guðmundur Pálsson, gjaldkeri Gusts, Haraldur Þórarinsson, formaður LH, og Bjarnleifur Bjarnleifsson, fráfarandi formaður Gusts.