Fréttir

KS – Deildin – Úrtökumót – Ráslisti

08.01.2009
Fréttir
Úrtökumót fyrir KS – Deildina, Meistaradeild Norðurlands verður haldin í kvöld, miðvikudag 28. janúar í Svaðastaðahöllinni. Mótið hefst klukkan 20.00. Byrjað verður á keppni í fjórgangi. Knapafundur verður klukkan 18.30 í anddyri hallarinnar. Áríðandi að allir knapar mæti.

KS-Meistara- deild Norður- lands hitar upp

08.01.2009
Fréttir
KS-Meistaradeild Norðurlands hóf göngu sína í fyrra í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og blæs nú til leiks í annað sinn. Flestir af bestu knöpum Norðurlands tóku þátt í fyrra, þar með taldir knapar úr Eyjafirði.

Blæs menn bíða átekta

07.01.2009
Fréttir
„Það verður byggð reiðhöll á Kirkjubólseyrum. En eins og staðan er núna þá teljum við hyggilegast að bíða fram á vorið með hefja framkvæmdir. Við viljum sjá fyrir endann á þessu áður en við hefjumst handa,“ segir Vilberg Einarsson, formaður Blæs á Norðfirði.

Líflegt vetrarstarf hjá Sörla

07.01.2009
Fréttir
Á laugardaginn kemur þann 10. janúar BÝÐUR Æskulýðsnefndin öllum Sörlabörnum og unglingum á skauta í Eglishöllinni. Safnast verður saman í bíla við Sörlastaði kl. 13.00 stundvíslega og áætlað er að vera á skautum í u.þ b. 1-2 tíma.

Hestabraut FSu góður undirbúningur fyrir Hólaskóla

06.01.2009
Fréttir
„Námið á hestabraut FSu hefur nýst mér vil á Hólaskóla,“ segir Kristbjörg Arna Albertsdóttir, sem útskrifaðist af hestabraut FSu síðastliðið vor. Kristbjörg Arna er í fyrsta árgangi sem útskrifast af hestabraut FSu.

Hrossabrautin við FSu er alveg frábær

02.01.2009
Fréttir
„Hrossabrautin á FSu var alveg frábær. Hún brýtur upp hina hefðbundnu dagskrá og í heildina varð allt námið við skólann miklu skemmtilegra,“ segir Ásdís Hulda Árnadóttir, sem útskrifaðist af hrossabraut Fjölbrautarskóla Suðurlands síðastliðið sumar.

Hestar og flugeldar

30.12.2008
Fréttir
Vant hestafólk veit að hestar eru logandi hræddir við flugelda og aðrar áramótasprengjur. Það er hins vegar ástæða til að benda minna vönu fólki á þessa hættu. Hestar geta fælst illa við flugelda og dæmi eru um slys af þeim sökum.

Blikur á lofti í reiðhallar- málum Sleipnis

30.12.2008
Fréttir
Hestamannafélagið Sleipnir á Selfossi fékk 25 milljónir úr reiðhallarsjóði Guðna Ágústssonar. Áform voru uppi um að byggja risa reiðhöll í samstarfi við sveitarfélagið Árborg. Þær fyrirætlanir eru nú að engu orðnar.

Siggarnir kaupa Suðra frá Holtsmúla

22.12.2008
Fréttir
Sigurður Ragnarsson í Keflavík og Sigurður Sigurðarson, knapi og tamningamaður, hafa fest kaup á stóðhestinum og Íslandsmeistaranum í fjórgangi, Suðra frá Holtsmúla. Sigurður knapi er þegar byrjaður að þjálfa hestinn og þarf vart að spyrja að því að stefnan er sett á HM2009 í Sviss.