Tindur frá Varmalæk til Noregs

02. desember 2008
Fréttir
Stóðhesturinn Tindur frá Varmalæk hefur verið seldur til Noregs. Stian Petersen mun þjálfa hestinn. Kaupandinn er norskt hrossaræktarbú, Stall Myra. Tindur er einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins og varð í þriðja sæti í A flokki á LM2008.Stóðhesturinn Tindur frá Varmalæk hefur verið seldur til Noregs. Stian Petersen mun þjálfa hestinn. Kaupandinn er norskt hrossaræktarbú, Stall Myra. Tindur er einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins og varð í þriðja sæti í A flokki á LM2008.Stóðhesturinn Tindur frá Varmalæk hefur verið seldur til Noregs. Stian Petersen mun þjálfa hestinn. Kaupandinn er norskt hrossaræktarbú, Stall Myra. Tindur er einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins og varð í þriðja sæti í A flokki á LM2008.

Björn Sveinsson á Varmalæk hefur staðfest að Tindur sé seldur og fari utan á næstu dögum. Hesturinn hefur þegar farið í heilbrigðisskoðun. Björn segir að vissulega sé eftirsjá í hestinum. Hann hafi fengið góða notkun í fyrra og síðastliðið sumar en áframhaldið hafi verið óljóst.

„Það er áhættusamur búskapur að halda úti stóðhestum. Ef þeir fá ekki notkun er til lítils að halda í þá. Við eru nýlega búin að byggja reiðhöll hér á Varmalæk, sem er töluverður biti. Það var alltaf meiningin að reyna að hanga á klárnum en hrossabændur geta ekki neitað sér um gjaldeyri ef hann býðst,“ sagði Björn með sinni alkunnu hógværu kímni.

Gert er ráð fyrir að stefnt sé með Tind á HM2009 í Sviss. LH Hestar munu taka púlsinn á þeim Stian og Tindi þegar líður á þjálfunartímabilið.

Á myndinni er Tindur frá Varmalæk, knapi Þórarinn Eymundsson.