Fréttir: Júní 2013

Fyrsta parið í landsliðið

13.06.2013
Fréttir
Viðar Ingólfsson hefur tryggt sér sæti í íslenska landsliðinu fyrir HM í Berlín í sumar. Það gerði hann í fjórgangi á hestinum Hrannari frá Skyggni.

Íslandsmót fullorðinna í Borgarnesi

13.06.2013
Fréttir
Eins og kunnugt er verður Íslandsmót fullorðinna haldið í Borgarnesi í sumar, nánar tiltekið dagana 11. – 14. júlí n.k. Framkvæmd er á vegum Hmf. Faxa með stuðningi Hmf. Skugga. Hestamannafélagið Faxi fagnar 80 ára afmæli sínu í ár og er vel við hæfi að standa fyrir slíkum viðburði af því tilefni.

Fjórðungsmót á Austurlandi

13.06.2013
Fréttir
Fjórðungsmót á Austurlandi verður haldið dagana 20. - 23. júní að Fornustekkum í Hornafirði. Isibless.is tók skemmtilegt viðtal við Ómar Inga Ómarsson en hann er einn af skipuleggjendum mótsins. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Gústaf og Naskur efstir

13.06.2013
Fréttir
Það er Gústaf Ásgeir Hinriksson á Naski frá Búlandi sem stendur efstur í fjórgangi ungmenna á Gullmótinu í dag. Önnur er Birgitta Bjarnadóttir á Bliku frá Hjallanesi og þriðja Edda Hrund Hinriksdóttir á Hæng frá Hæl.

Kortasjáin stækkar

13.06.2013
Fréttir
Skráning reiðleiða í Kortasjá LH er alltaf í gangi og sífellt fjölgar kílótmetrunum sem reiðleiðirnar í Kortasjánni spanna. Nú eru alls um 9.025 km skráðir og nú síðast bættust við leiðir í suðurhluta Þingeyjarsveitar.

NÝ dagskrá Gullmóts og HM úrtöku

13.06.2013
Fréttir
Gullmótið hefur gefið út nýja dagskrá seinni umferðar úrtöku og Gullmóts. Hér má sjá dagskrána og ráslista mótsins.

Góðir tímar í skeiðinu

13.06.2013
Fréttir
Góðir tímar náðust í skeiðgreinum í Víðidalnum í gær. Konráð Valur Sveinsson var fljótastur í 100m skeiðinu á Þórdísi frá Lækjarbotnum á tímanum 7,46, Teitur Árnason átti besta tíma ársins í 250m skeiði á Jökli frá Efri-Rauðalæk, 21,93 og var hann einnig fljótastur í 150m skeiðinu á Tuma frá Borgarhóli á 14,35 sek.

Hinrik og Smyrill á toppnum í töltinu

13.06.2013
Fréttir
Hinrik Bragason og Smyrill frá Hrísum standa efstir eftir 1.umferð í tölti í HM úrtökunni í Víðidalnum. Annar er Viðar Ingólfsson á Vornótt frá Hólabrekku og þriðji Sigurbjörn Bárðarson á Jarli frá Mið-Fossum.

Kári og Tónn efstir

13.06.2013
Fréttir
Kári Steinsson er efstur í tölti ungmenna í HM-úrtökunni með Tón frá Melkoti. Annar er Flosi Ólafsson á Möller frá Blesastöðum 1A og þriðji Ragnar Tómasson á Sleipni frá Árnanesi.