Íslandsmót fullorðinna í Borgarnesi

13. júní 2013
Fréttir
Eins og kunnugt er verður Íslandsmót fullorðinna haldið í Borgarnesi í sumar, nánar tiltekið dagana 11. – 14. júlí n.k. Framkvæmd er á vegum Hmf. Faxa með stuðningi Hmf. Skugga. Hestamannafélagið Faxi fagnar 80 ára afmæli sínu í ár og er vel við hæfi að standa fyrir slíkum viðburði af því tilefni.

Eins og kunnugt er verður Íslandsmót fullorðinna haldið í Borgarnesi í sumar, nánar tiltekið dagana 11. – 14. júlí n.k. Framkvæmd er á vegum Hmf. Faxa með stuðningi Hmf. Skugga. Hestamannafélagið Faxi fagnar 80 ára afmæli sínu í ár og er vel við hæfi að standa fyrir slíkum viðburði af því tilefni.

Formaður framkvæmdanefndar er Birna Tryggvadóttir Thorlacius og er unnið að undirbúningi af fullum krafti þannig að mótið og umgjörð þess verði sem best. Á allra næstu dögum verður opnað fyrir skráningu og verður það auglýst sérstaklega en miðað er við að skráning fari fram í gegn um skráningarkerfi Sportfengs. Vakin er athygli á auglýstum lágmarkseinkunnum til að geta skráð sig til leiks. Enn er hægt að reyna við þau á nokkrum mótum sbr. mótaskrá en lokafrestur til að skrá sig verður miðaður við mánaðarmótin júni – júlí.

Í Borgarnesi verður möguleiki á því að fá hesthúspláss fyrir keppnishross og eins verður möguleiki á því að setja upp skammbeitarhólf nærri keppnissvæðinu.

Gistimöguleikar eru margir – Eru hér nokkrir nefndir: Hótel Borgarnes, Hótel Hamar, Borgarnes Hostel, Lækjarkot, Staðarhús og Egils guesthouse. Síðan eru tjaldsvæði í Borgarnesi, í Fossatúni og við Hótel Brú. Allir ættu því að finna sér eitthvað við sitt hæfi, að vísu má reikna með að einhverjir staðir séu þegar uppseldir.

Það er von aðstandenda mótsins að það verði sem glæsilegast og þangað komi fjöldi manns til að fylgjast með okkar bestu knöpum og hestum í spennandi keppni.