Fréttir: Apríl 2010

Kvennatölt Gusts

16.04.2010
Fréttir

Vesturlandssýning í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi

16.04.2010
Fréttir
Ákveðið hefur verið að halda Vesturlandssýningu í reiðhöllinni í Borgarnesi 14. og 15. maí næstkomandi, en sýningar af þessu tagi voru haldnar á höfuðborgarsvæðinu hér á árum áður. Á sýningunni verður m.a. sýnt tölt, fimmgangur, fjórgangur, kynbótahross og atriði frá hestamannafélögunum á svæðinu.  Börn og unglingar munu líka koma fram.

Ráðstefna ÍSÍ og Íþróttafræðaseturs HÍ

16.04.2010
Fréttir
Laugardaginn 30.apríl nk. verður haldin ráðstefna á vegum ÍSÍ og Íþróttafræðaseturs HÍ. Ráðstefnan ber heitið "Starf íþróttaþjálfara" og fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. LH hvetur reiðkennara sem og æskulýðsfulltrúa hestamannafélaganna að mæta og kynna sér áhugaverða ráðstefnu um störf íþróttaþjálfara.

Ráslistar Kvennatölts Gusts og Landsbankans

16.04.2010
Fréttir
Ráslistar kvennatöltsins liggja nú fyrir. Mótið hefst kl. 14 á laugardaginn í reiðhöll Gusts. Afskráningar, leiðréttingar og breytingar skulu sendar á netfangið skjoni@simnet.is eins fljótt og auðið er.

Dagskrá Kvennatölts 2010

16.04.2010
Fréttir
Dagskrá Kvennatölts Gusts og Landsbankans liggur nú fyrir. Mótið hefst kl. 14 á laugardaginn, 17. apríl, í reiðhöll Gusts í Kópavogi og eru vel á annað hundrað konur skráðar til leiks.

Meistaradeild UMFÍ og LH - frestað

14.04.2010
Fréttir
Þriðja móti í mótaröð Meistaradeildar UMFÍ hefur verið frestað um óákveðinn tíma vega hestaflensunnar sem er að gera hestum erfitt fyrir um þessar mundir. Haft verður samband við keppendur til að finna nýjan mótsdag, þegar hægjast fer um. Kveðja, Mótshaldarar.

Magnaðir gæðingar

14.04.2010
Fréttir
,,Stefnan er aðallega tekin á gæðingakeppnina, bæði  A- og B-flokk“ segir Friðdóra Friðriksdóttir. Hún ásamt manni sínum Sindra Sigurðssyni hafa marga magnaða gæðinga í hesthúsinu. ,,Húmvar frá Hamrahóli og Spölur frá Hafsteinsstöðum fara væntanlega í B-flokkinn og svo eru það Vikar frá Torfastöðum, Sturla frá Hafsteinsstöðum og Hrannar frá Þorlákshöfn sem fara í A-flokkinn. A – flokks vængurinn er sterkur hjá okkur í ár og spennan magnast með degi hverjum“.

Uppfærsla Kappa og SportFengs

13.04.2010
Fréttir
Í dag, 13.apríl 2010, kemur út ný útgáfa af Kappa (Kappi 1.7) og GagnaKappa og samtímis fer fram uppfærsla á SportFeng. Með þessari uppfærslu eru teknar í notkun fjölmargar lagfæringar og betrumbætur á hugbúnaðinum sem unnið hefur verið að á undanförnum 2 árum. Um leið og þessar uppfærslur fara fram í dag verða eldri útgáfur af Kappa ónothæfar.

Skeiðmót - úrslit

13.04.2010
Fréttir
Í gær fór fram Skeiðmót Meistaradeildar VÍS, á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Keppt var í 150m skeiði og gæðingaskeiði. Þetta var næst síðasta mótið í mótaröð deildarinnar en lokamótið fer fram á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl, í Ölfushöllinni en þá verður keppt í tölti og fljúgandi skeiði í gegnum höllina.