Fréttir: Apríl 2010

Smitandi hósti í hrossum dregur dilk á eftir sér

30.04.2010
Fréttir
Smitandi hósti breiðist áfram út meðal hrossa sem haldin eru á húsi víða um land. Enn hefur ekki fundist hvað veldur en allt bendir til að um veirusýkingu sé að ræða sem magnast upp í þétt skipuðum hesthúsum. Í kuldatíð undanfarinna vikna hefur reynst erfitt að halda góðu lofti í húsunum án þess að slái að hrossum sem gengin eru úr hárum og má reikna með að það hafi haft sitt að segja. Búið er að útiloka allar alvarlegustu veirusýkingarnar sem þekktar eru og leggjast á öndunarfæri hrossa s.s. hestainflúensu, smitandi háls og lungnakvef/ fósturlát (herpes týpa 1) og Rhino-kvef. Unnið er áfram að greiningu bæði á Tilraunastöðinni á Keldum og á Dýralækningastofnun Svíþjóðar.

Opið íþróttamót Gusts WR

30.04.2010
Fréttir
Íþróttamót Gusts, sem er opið World Ranking mót, mun fara fram í Glaðheimum í Kópavogi dagana 15. -16. maí nk. Skráning fer fram dagana 6. - 10. maí á vefnum www.gustarar.is undir liðnum skráning.

Einkunnalágmörk á Íslandsmót fullorðinna 2010

29.04.2010
Fréttir
Samkvæmt lögum og reglum LH ber Keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir Íslandsmót. Tekin var ákvörðun um að setja þau einum heilum  neðar en meistaraflokkslágmörk eru nú og eru lágmörkin sem hér segir:

Þátttökufjöldi hrossa á LM

28.04.2010
Fréttir
16.apríl síðastliðinn var lesið úr félagatali hestamannafélaganna fjölda félagsmanna í hverju félagi fyrir sig. Út frá þeim tölum er reiknaður fjöldi hrossa sem hverju félagi er heimilt að senda á Landsmót 2010. Fyrir hverja 125 félaga fer einn hestur.

Breytt dagsetning Íslandsmóts yngri flokka

28.04.2010
Fréttir
Vekjum athygli á breyttri dagsetning á Íslandsmóti yngri flokka. Íslandsmótið verður haldið dagana 12.-15.ágúst 2010 á Hvammstanga hjá hestamannafélaginu Þyt.

Landsmót: Forsala framlengd til 15. maí

27.04.2010
Fréttir
Truflanir hafa verið  í uppfærslu á gagnagrunni netmiðasölukerfis Landsmóts uppá síðkastið og biðst Landsmót velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur haft í för með sér.

Ráðstefna um starf íþróttaþjálfara

27.04.2010
Fréttir
Föstudaginn 30.apríl næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttafræðasetur HÍ fyrir ráðstefnu með yfirskriftinni "Starf íþróttaþjálfara". Ráðstefnan verður haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst kl.13:00. Erlendir og íslenskir aðilar munu fjalla um íþróttaþjálfara í víðu samhengi og velta upp fjölmörgum atriðum sem máli skipta í tengslum við starf íþróttaþjálfarans.

Opið Íþróttamót Mána

27.04.2010
Fréttir
Opið íþróttamót Mána og TM sem frestað var verður haldið dagana 15.-16. maí. Mótið er World Ranking mót. Skráning á opið íþróttamót Mána og TM (*WR ) fer fram mánudaginn 10. maí. Skráningin fer fram í Mánahöllinni og í símum milli kl 20-22. 893-0304 (Þóra) 861-0012 (Hrönn) 848-6973 (Þórir) 695-0049 (Jóhann) 866-0054 (Bjarni) 861-2030 (Snorri) 891-9757 (Haraldur). Keppt verður í öllum flokkum og greinum ef næg þátttaka fæst.

Kynbótasýningar á Suðurlandi

27.04.2010
Fréttir
Sýningar á Suðurlandi verða að venju þrjár. Fyrsta sýningin verður í Víðidal í Reykjavík og hefst skráning á hana næstkomandi fimmtudag 29. apríl. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvenær teknar verða niður skráningar á sýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Gaddstaðaflötum við Hellu. Tvær dómnefndir verði að störfum á Sörlastöðum og Hellu. Stefnt er að sýningu í Hornafirði ef næg þátttaka fæst, lágmarks skráning er 15 hross.