Uppfærsla Kappa og SportFengs

13. apríl 2010
Fréttir
Í dag, 13.apríl 2010, kemur út ný útgáfa af Kappa (Kappi 1.7) og GagnaKappa og samtímis fer fram uppfærsla á SportFeng. Með þessari uppfærslu eru teknar í notkun fjölmargar lagfæringar og betrumbætur á hugbúnaðinum sem unnið hefur verið að á undanförnum 2 árum. Um leið og þessar uppfærslur fara fram í dag verða eldri útgáfur af Kappa ónothæfar. Í dag, 13.apríl 2010, kemur út ný útgáfa af Kappa (Kappi 1.7) og GagnaKappa og samtímis fer fram uppfærsla á SportFeng. Með þessari uppfærslu eru teknar í notkun fjölmargar lagfæringar og betrumbætur á hugbúnaðinum sem unnið hefur verið að á undanförnum 2 árum. Um leið og þessar uppfærslur fara fram í dag verða eldri útgáfur af Kappa ónothæfar. Notendur verða því að sækja sér nýjustu útgáfuna og það gera þeir hér á heimasíðu LH, undir Keppnismál og Kappi SportFengur. Með uppfærslunni fylgir ný útgáfa af Handbók SportFengs og Kappa þar sem ítarlega er kennd notkun hugbúnaðarins. Nýju handbókina er einnig hægt að sækja hér á LH vefnum (einnig undir Keppnismál og Kappi SportFengur) og sömuleiðis á forsíðu SportFengs. Notendur eru eindregið hvattir til að nýta sér handbókina.

Stefnt er að námskeiðshaldi víðsvegar um landið á vegum LH um notkun mótahugbúnaðarins á næstu vikum. Nánar auglýst síðar.