Ráðstefna ÍSÍ og Íþróttafræðaseturs HÍ

16. apríl 2010
Fréttir
Laugardaginn 30.apríl nk. verður haldin ráðstefna á vegum ÍSÍ og Íþróttafræðaseturs HÍ. Ráðstefnan ber heitið "Starf íþróttaþjálfara" og fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. LH hvetur reiðkennara sem og æskulýðsfulltrúa hestamannafélaganna að mæta og kynna sér áhugaverða ráðstefnu um störf íþróttaþjálfara. Laugardaginn 30.apríl nk. verður haldin ráðstefna á vegum ÍSÍ og Íþróttafræðaseturs HÍ. Ráðstefnan ber heitið "Starf íþróttaþjálfara" og fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. LH hvetur reiðkennara sem og æskulýðsfulltrúa hestamannafélaganna að mæta og kynna sér áhugaverða ráðstefnu um störf íþróttaþjálfara. Dagskrá

13.00 – 13.05 Setning, Sigríður Jónsdóttir formaður fræðslusviðs ÍSÍ.
13.05 – 13.50 Steen Gleie – Fræðileg umfjöllun um starf þjálfara
a)    Í hverju felst starfið?  Hvaða hugmyndir hefur fólk um þjálfara? Skýrslur?
b)    Undirbúningur, leiðtogahlutverk og áhrif, samvinna í stað samkeppni.
c)    Burn out”, hvað þarf til að viðhalda áhuga þjálfara?
d)    Mat á árangri á starfi þjálfarans.  Hvaða þættir eru metnir?
13.50 – 14.00 Fyrirspurnir til Steen Gleie
14.00 – 14.15 Þorlákur Árnason knattspyrnuþjálfari Stjörnunni
14.15 – 14.30 Guðbjörg Norðfjörð íþróttastjóri Hauka
14.30 – 14.45 Kaffihlé
14.45 – 15.00 Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR
15.00 – 15.15 Olga Bjarnadóttir fimleikaþjálfari Selfossi
15.15 – 15.30 Jacky Pellerin yfirþjálfari hjá sundfélaginu Ægi
15.40 – 16.10 Pallborð með þátttöku allra fyrirlesara undir stjórn Kára Jónssonar lektors við HÍ

Atriði sem sem tekin verða fyrir af starfandi þjálfurum í 15 mín erindum:
a)    Menntunar- og hæfniskröfur við ráðningu þjálfara?
b)    Í hverju felst starfið?  Hvaða hugmyndir hefur fólk um þjálfara? Skýrslur?
c)    Samstarfsaðilar (innan félags og utan).
d)    Mat á árangri í starfi þjálfarans.  Hvaða þættir eru metnir?     Hvaða þætti ætti að meta?
e)    Aðstöðumál, starfsaðstaða þjálfara, vinnutími, starfsöryggi, möguleiki til starfsframa og menntunar.
f)    “Burn out”, hvað þarf til að viðhalda áhuga þjálfara?
g)    Framtíðarsýn fyrir fagið
Spjótin standa einnig á þjálfarana varðandi brottfall, íþróttalegan árangur og fleira í þeim dúr. Hvernig er að vera þjálfari? Hvernig samræmist starfið og vinnutími einkalífi einstaklinga og hjá fjölskyldufólki? Er mismunur á körlum og konum í þessu starfi? Eru allir þjálfarar launaðir? Eiga þeir að vera það? Hverju á það að skila umfram sjálfboðaliðastarf? Er þetta mismunandi eftir aldri iðkenda og getustigi?