Kynbótasýningar á Suðurlandi

Sýningar á Suðurlandi verða að venju þrjár. Fyrsta sýningin verður í Víðidal í Reykjavík og hefst skráning á hana næstkomandi fimmtudag 29. apríl. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvenær teknar verða niður skráningar á sýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Gaddstaðaflötum við Hellu. Tvær dómnefndir verði að störfum á Sörlastöðum og Hellu. Stefnt er að sýningu í Hornafirði ef næg þátttaka fæst, lágmarks skráning er 15 hross. Sýningar á Suðurlandi verða að venju þrjár. Fyrsta sýningin verður í Víðidal í Reykjavík og hefst skráning á hana næstkomandi fimmtudag 29. apríl. Hér fyrir neðan má síðan sjá hvenær teknar verða niður skráningar á sýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Gaddstaðaflötum við Hellu. Tvær dómnefndir verði að störfum á Sörlastöðum og Hellu. Stefnt er að sýningu í Hornafirði ef næg þátttaka fæst, lágmarks skráning er 15 hross. Víðidalur í Reykjavík dagana 10. til 14. maí
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 29.apríl til 3. maí

Sörlastaðir í Hafnarfirði dagana 17. til 28. maí
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 4. til 6. maí

Héraðssýning Gaddstaðaflötum dagana 31. maí  til 11. júní
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 17. til 20. maí

Hornafjörður 1. til 2. júní
Tekið við skráningum í síma 470-8088/864-6487 dagana 26.og 27.maí

Hægt er að skrá hross til sýningar á heimasíðu Búnaðarsambandsins, www.bssl.is. Sýningargjald á hvert hross er 14.500 kr. Ef hross er einvörðungu skráð í byggingardóm eða hæfileikadóm er sýningargjaldið 10.000 kr. Það skal hins vegar skýrt tekið fram að nauðsynlegt er að geta þess um leið og hrossið er skráð að það eigi einungis að mæta í byggingardóm eða hæfileikadóm, ef það er ekki gert er litið svo á að það eigi að fara í fullnaðardóm. Hafi greiðsla ekki borist í síðasta lagi í lok síðasta skráningardags er viðkomandi hross ekki skráð í mót. Sýningargjöld er hægt að greiða á skrifstofu Búnaðarsambandsins að Austurvegi 1 á Selfossi eða inn á reikning  nr. 0152-26-1618, kt: 490169-6609. Ef greitt er í banka er mikilvægt að biðja bankann um að faxa strax greiðslukvittun til Búnaðarsambandsins, faxnúmerið er 480-1818. Mjög brýnt er að merkja greiðslu með númeri og nafni hrossins. Ef greitt er í gegnum netbanka vinsamlegast sendið greiðslukvittun á netfangið helga@bssl.is. Hægt er að greiða sýningargjöld með kreditkorti.
Rétt er að minna á að allir stóðhestar sem koma til dóms skulu vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra. Áður var miðað við 5 vetra aldur og ekki þurfti að vera til DNA úr foreldrum. Áfram gildir sú regla að úr 5 vetra og eldri stóðhestum þarf að vera til blóðsýni og röntgenmynd af hæklum og þarf niðurstaða að liggja fyrir í WF. Reglur um kynbótasýningar má sjá í heild sinni á slóðinni www.bssl.is.

Búnaðarsamband Suðurlands