Landsmót: Forsala framlengd til 15. maí

Truflanir hafa verið  í uppfærslu á gagnagrunni netmiðasölukerfis Landsmóts uppá síðkastið og biðst Landsmót velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur haft í för með sér. Truflanir hafa verið  í uppfærslu á gagnagrunni netmiðasölukerfis Landsmóts uppá síðkastið og biðst Landsmót velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur haft í för með sér. Unnið er nú hörðum höndum við að lagfæra kerfið og skv. tæknimönnum ætti miðasölukerfið að vera komið í gang með kvöldinu.

Þess má geta að hafi kvittun fyrir kaupum ekki borist á tölvupósti til kaupenda, þá hefur salan ekki farið í gegn.  Nánari upplýsingar gefa starfsmenn Landsmóts á netfanginu: landsmot@landsmot.is
Vegna þessara leiðu tækniörðugleika hefur verið ákveðið að framlengja forsölu á miðasöluvef Landsmóts til 15. maí nk.