Fréttir: Ágúst 2009

Þrír skörungar í hryssum

04.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson: Kynbótahryssur á HM2009 eru þokkalegar. Þrjár bera nokkuð af. Það eru sjö vetra hryssunar Kvika frá Forstwald, Þýskalandi, setin af Nils Christian Larsen og Fluga frá Auas Sparsas, Sviss, setin af Barandun Flurina. Og hin sex vetra Vordís vom Kronshof, setin af Frauke Schenzel.

Tveir Íslendingar í úrslitum í T2

04.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson: Tveir keppendur frá Íslandi keppa í úrslitum í slaktaumatölti á HM2009. Rúna Einarsdóttir á Frey frá Nordsternhof er í öðru sæti með 7,80 og Sigurður Sigurðarson á Herði frá Eskiholti er í fjórða sæti með 7,63. Það er hins vegar Daninn Dennis Hedebo Johansen á Alberti frá Strandarhöfði sem trónir á toppnum eftir forkeppnina með 7,97.

Fyrsti keppnisdagurinn

04.08.2009
Fréttir
Í dag hefjast hæfileikadómar kynbótahrossa klukkan 10:00 á 5. vetra hryssum. Því eru það Erlingur Erlingsson og Stakkavík frá Feti sem ríða fyrst í braut fyrir Íslands hönd á þessu móti.

Æft í rigningu

02.08.2009
Fréttir
Íslenska landsliðið átti æfingatíma á keppnisvöllunum í dag og nýttu flestir knaparnir sér þann tíma. Menn riðu ýmist prógramm,  fet nokkra hringi eða teymdu hestana á hjóli eftir skeiðbrautinni. 

Fréttir frá Sviss

01.08.2009
Fréttir
Allir knapar íslenska landsliðsins ásamt hestum eru mættir á mótsstað í Brunnadern. Flestir knaparnir fóru á hrossin sín í fyrsta skipti í dag og eru þeir ánægðir með hvernig hrossin koma undan flutningi.