Fréttir: Ágúst 2009

Ljósmyndir frá HM09

21.08.2009
Fréttir
Ljósmyndir frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins 2009 sem haldið var í Sviss er nú að finna á heimsíðunni undir Ýmsilegt - Ljósmyndir. Myndirnar tók Maríanna Gunnarsdóttir. Góða skemmtun.

Dagskrá á Stórmóti hestamanna á Melgerðismelum

20.08.2009
Fréttir
Opið stórmót hestamanna fer fram nú um helgina og er dagskrá eftirfarandi:

Hestamannafélagið Sörli/ Íslandsmót 2010

19.08.2009
Fréttir
Hestamannafélagið Sörli heldur Íslandsmót fullorðinna á Sörlastöðum í Hafnarfirði.

Skeiðleikar 26. ágúst

17.08.2009
Fréttir
Miðvikudaginn 26. ágúst verða fjórðu og síðustu Skeiðleikar Skeiðfélagsins í ár. Verða þeir haldnir að Brávöllum, félagssvæði Sleipnis á Selfossi og hefst keppni klukkan 19:00. Keppt verður í 100m, 150m og 250m skeiði. Allir Skeiðleikar Skeiðfélagsins eru World Ranking mót.

Opið stórmót hestamanna á Melgerðismelum

17.08.2009
Fréttir
Opið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 21.-23. ágúst. Keppt verður  í A- og B-flokki, barna- unglinga- og ungmennaflokki og verður forkeppnin með þrjá inni á vellinum í einu.

Afsökunarbeiðni frá Þórði Þorgeirssyni

14.08.2009
Fréttir
Afsökunarbeiðni Frá barnæsku hefur hestamennskan veitt mér ómælda gleði. Þar hef ég eignast flesta af mínum bestu vinum. Í hestamennskunni liggur mitt ævistarf.

Úrslit frá opnu Íþróttamóti Þyts

13.08.2009
Fréttir
Opið Íþróttamót Þyts var haldið 7. og 8. ágúst. Mótið gekk vel í alla staði og aldrei hefur verið eins mikil skráning á íþróttamóti hjá Þyt eins og var um helgina. Mótanefnd vonast til þess að sjá sem flesta að ári.

Sölusýning á Melgerðismelum

13.08.2009
Fréttir
Sölusýning hrossa verður á Melgerðismelum í tengslum við stórmót helgina 21.-23. ágúst. Skráning með upplýsingum um nafn, lit, aldur, ættir, lýsingu og verð sendist á tölvupóstfang fellshlid@nett.is í seinasta lagi þriðjudaginn 18. ágúst.

Árangur Íslendinga á HM09

11.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson: Árangur Íslendinga á HM09 er allgóður, þótt hann sé ekki jafn glæsilegur og stundum áður. Ef eingöngu er tekið Sportið, þá er staðan sú að í fullorðinsflokki unnust fjögur gull, fjögur silfur og eitt brons. Eftirsóttustu verðlaunin, Tölthornið, kom í hlut Íslendinga.