Fréttir: Ágúst 2009

Opið Stórmót Funa á Melgerðismelum

11.08.2009
Fréttir
21.-23. ágúst verður haldið mikið mót á Melgerðismelum. Þar verður gæðingakeppni í öllum flokkum, töltkeppni og kappreiðar með öllum skeiðgreinum og 300 m stökki og brokki. Peningaverðlaun verða í töltkeppni og kappreiðum.

Tölthornið komið heim

10.08.2009
Fréttir
Jóhann R. Skúlason og Hvinur frá Holtsmúla eru heimsmeistarar í tölti. Jóhann og Hvinur stóðu efstir eftir forkeppnina með 8,43 í einkunn. Í A-úrslitum bættu þeir um betur, hlutu hvorki meira né minna en 8,78 í einkunn og stóðu þar með langefstir. Þar með var það ljóst að tölthornið var á leið heim aftur eftir stutta dvöl í Noregi.

Lena Trappe öruggur heimsmeistari

10.08.2009
Fréttir
Þjóðverjarnir Lena Trappe og Vaskur von Lindenhof eru öruggir heimsmeistarar í fjórgangi. Lena og Vaskur stóðu efst eftir forkeppnina og héldu yfirburðum sínum í A-úrslitunum sem skilaði þeim heimsmeistaratitlinum.

Stian og Tindur heimsmeistarar í fimmgangi

10.08.2009
Fréttir
Stian Petersen og Tindur frá Varmalæk eru heimsmeistara í fimmgangi 2009 en þeir keppa fyrir Noreg. Stian og Tindur fóru lengri leiðina að titlinum en þeir enduðu í 9.sæti eftir forkeppnina, sigruðu B-úrslitin, mættu feikna sterkir til leiks í A-úrslitum og uppskáru heimsmeistaratitilinn.

Danmörk með gull í 100m skeiði

10.08.2009
Fréttir
Danmörk náði gullinu í 100m fljúgandi skeiði á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Það var Tania H. Olsen og Sólon frá Strö sem náðu besta tímanum, 7.44 sek. Jafnir í 2.-3. sæti, á tímanum 7.47 sek, voru Íslendingarnir Bergþór Eggertsson á Lótus og Valdimar Bergstað á Oríon.

Skeiðleikar 26.ágúst

10.08.2009
Fréttir
Fjórðu Skeiðleikar Skeiðfélagsins verða haldnir á Brávöllum, Selfossi, miðvikudaginn 26.ágúst.

Suðurlandsmótið í hestaíþróttum 27.-30.ágú.

10.08.2009
Fréttir
Suðurlandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á Gaddstaðaflötum dagana 27.-30. ágú. Mótið er World Ranking mót þar sem keppt verður í öllum helstu flokkum og greinum.

Meistaramót Andvara 4.-6. sept.

10.08.2009
Fréttir
Meistaramót Andvaramanna á Kjóavöllum verður haldið 4.-6. sept. Keppt verður í gæðingakeppni á beinni braut, opinn flokkur og áhugamenn, auk þess verður boðið uppá keppni í tölti og skeiði.