Fréttir: Febrúar 2009

Ungmenni í Rangárhöllinni í dag

28.02.2009
Fréttir
Keppni í Meistaradeild UMFÍ hefst í Rangárhöllinni í dag kl. 10.00. Aðgangur er ókeypis fyrir þá sem vilja koma og sjá efnilegustu knapa ungu kynslóðarinnar sína snilldartakta.  Keppnin stendur fram eftir degi og eru allir velkomnir.  Dagurinn byrjar á fjórgangi, þá verður keppt í fimmgangi og loks í tölti.

Til mikils að vinna á Svellköldum!

27.02.2009
Fréttir
Þær konur sem ríða munu til úrslita á Svellköldum konum á morgun munu aldeilis ekki fara tómhentar heim. Fjöldi fyrirtækja hefur gefið fjölbreytt aukaverðlaun, allt frá snyrtivörum upp í dekkjaskipti. Einnig mun glæsilegasta par mótsins verða valið af dómurum og eru verðlaunin þar ekki af verri endanum, en sú kona mun fá sérsaumaðan reiðjakka frá Maríu Lovísu fatahönnuði og Mountain Horse reiðskó frá Líflandi.

Svellkaldar - dagskrá og uppfærðir ráslistar

26.02.2009
Fréttir
Mikil stemming er fyrir ístöltsmótinu Svellkaldar konur sem fram fer á laugardaginn kemur, 28. feb. Flottar konur og feikna góður hestakostur einkenna mótið og verður hart barist í öllum flokkum. Hér að neðan má sjá dagskrá mótsins og uppfærða ráslista.

Ósamræmi í rafrænum tímatökum

26.02.2009
Fréttir
Véfengja má öll heimsmet í skeiði sem sett hafa verið síðan startbásar og rafræn tímataka var tekin upp. Þetta segir Jóhann Valdimarsson, sem séð hefur um rafræna tímatöku fyrir LH. Jóhann hefur í mörg ár bent á skekkjur, sem óhjákvæmilega eru til staðar milli staða þar sem startbásar og rafræn tímataka er notuð. Ekkert hefur þó ennþá verið gert til að samræma tímatöku milli landa.

Sólon Morthens hlýtur viðurkenningu frá FT

26.02.2009
Fréttir
Sólon Morthens, nemandi á 2. ári hestafræðideildar í tamningum, náði nú á dögunum góðum árangri þegar hann hafnaði í öðru sæti á opna Bautamótinu í tölti á hryssunni Kráku frá Friðheimum. Á mótinu sem var haldið þann 21. febrúar í Skautahöllinni á Akureyri hlaut hann einnig viðurkenningu frá norðurdeild Félags tamningamanna fyrir fágaða og prúðmannlega reiðmennsku.

Meistaradeild UMFÍ

26.02.2009
Fréttir
Úrtökukeppni fyrir Meistaradeild UMFÍ verður haldin í Rangárhöllinni laugardaginn 28. febrúar og hefst kl. 10. Minnum á að skráning er hafin á ssaggu@int.is.

Sveitarfélög í Eyjafirði styðja við reiðvegagerð

26.02.2009
Fréttir
Sveitarfélögin Hörgárbyggð og Arnarneshreppur Eyjafirði hafa samþykkt að greiða umtalsverðan hluta kostnaðar við reiðvegagerð. Verið er að malbika vegarkafla á svæðum þar sem mikil hestamennska er stunduð.

Reiðhöll á Iðavöllum í burðarliðnum

25.02.2009
Fréttir
Hestar og menn á Héraði munu væntanlega spóka sig í nýrri reiðhöll að ári. Nýlega var undirritaður samningur um byggingu 1500 fermetra reiðhallar sem byggð verður á Iðavöllum, félagssvæði Freyfaxa.

Út með ágrip - málþing á Hvanneyri 13. mars

24.02.2009
Fréttir
Í undirbúningi er málþing um leiðir til að koma í veg fyrir ágrip og aðra áverka við sýningar hrossa. Málþingið er haldið á vegum félagasamtaka í hrossarækt og hestamennsku, auk landbúnaðarháskólanna og Matvælastofnunnar.