Sólon Morthens hlýtur viðurkenningu frá FT

26. febrúar 2009
Fréttir
Sólon Morthens, nemandi á 2. ári hestafræðideildar í tamningum, náði nú á dögunum góðum árangri þegar hann hafnaði í öðru sæti á opna Bautamótinu í tölti á hryssunni Kráku frá Friðheimum. Á mótinu sem var haldið þann 21. febrúar í Skautahöllinni á Akureyri hlaut hann einnig viðurkenningu frá norðurdeild Félags tamningamanna fyrir fágaða og prúðmannlega reiðmennsku. Sólon Morthens, nemandi á 2. ári hestafræðideildar í tamningum, náði nú á dögunum góðum árangri þegar hann hafnaði í öðru sæti á opna Bautamótinu í tölti á hryssunni Kráku frá Friðheimum. Á mótinu sem var haldið þann 21. febrúar í Skautahöllinni á Akureyri hlaut hann einnig viðurkenningu frá norðurdeild Félags tamningamanna fyrir fágaða og prúðmannlega reiðmennsku. Frétt af www.holar.is:

Sólon Morthens, nemandi á 2. ári hestafræðideildar í tamningum, náði nú á dögunum góðum árangri þegar hann hafnaði í öðru sæti á opna Bautamótinu í tölti á hryssunni Kráku frá Friðheimum. Á mótinu sem var haldið þann 21. febrúar í Skautahöllinni á Akureyri hlaut hann einnig viðurkenningu frá norðurdeild Félags tamningamanna fyrir fágaða og prúðmannlega reiðmennsku.

Tveir nemendur Háskólans á Hólum voru í úrslitum á mótinu því Þórdís Erla Gunnarsdóttir, nemandi á 3. ári hestafræðideildar í Þjálfun og reiðkennslu, hafnaði í fimmta sæti á hryssunni ungu Frægð frá Auðsholtshjáleigu. Frábær árangur hjá þeim Sóloni og Þórdísi.

Áður hafði Sólon riðið til sigurs í tölti á hryssunni Kráku á ísmóti Riddara norðursins sem haldið var 14. febrúar síðastliðinn á Sauðárkróki. Sólon er nú í verknámi hjá Sölva Sigurðarsyni að Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði. Sólon og kona hans Þórey Helgadóttir koma frá Hrosshaga í Bláskógarbyggð en búa núna á Hólum ásamt fjórum börnum sínum, þeim Natani Frey 10 ára, Tristani Mána 3 ára og tvíburunum Fjölni Þór og Dagmar Sif sem eru 1 árs.

Myndina tók Þórir Tryggvason ljósmyndari og er hún birt með góðfúslegu leyfi Pedró-mynda.