Út með ágrip - málþing á Hvanneyri 13. mars

24. febrúar 2009
Fréttir
Í undirbúningi er málþing um leiðir til að koma í veg fyrir ágrip og aðra áverka við sýningar hrossa. Málþingið er haldið á vegum félagasamtaka í hrossarækt og hestamennsku, auk landbúnaðarháskólanna og Matvælastofnunnar. Í undirbúningi er málþing um leiðir til að koma í veg fyrir ágrip og aðra áverka við sýningar hrossa. Málþingið er haldið á vegum félagasamtaka í hrossarækt og hestamennsku, auk landbúnaðarháskólanna og Matvælastofnunnar. Málþingið mun fara fram á Hvanneyri föstudaginn 13. mars frá kl. 17-20. Á málþinginu munu knapar, fræðimenn, sýningastjórar, járningamenn og dýralæknar fjalla um ágrip og áverka, hugsanlegar orsakir og leiðir til úrbóta.

Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ, mun flytja inngangsávarp og dr. Ágúst Sigurðsson mun stýra málþinginu. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 11. Mars. Málþingið er opið og hestamenn úr öllum áttum hvattir til að mæta.

Skráning fer fram hjá LbhÍ í síma 433 5000 eða á netfanginu endurmenntun@lbhi.is.