Sveitarfélög í Eyjafirði styðja við reiðvegagerð

26. febrúar 2009
Fréttir
Verið er að aka efni í undirlag reiðveganna.
Sveitarfélögin Hörgárbyggð og Arnarneshreppur Eyjafirði hafa samþykkt að greiða umtalsverðan hluta kostnaðar við reiðvegagerð. Verið er að malbika vegarkafla á svæðum þar sem mikil hestamennska er stunduð. Sveitarfélögin Hörgárbyggð og Arnarneshreppur Eyjafirði hafa samþykkt að greiða umtalsverðan hluta kostnaðar við reiðvegagerð. Verið er að malbika vegarkafla á svæðum þar sem mikil hestamennska er stunduð. Sveitarfélögin Hörgárbyggð og Arnarneshreppur Eyjafirði hafa samþykkt að greiða umtalsverðan hluta kostnaðar við reiðvegagerð. Verið er að malbika vegarkafla á svæðum þar sem mikil hestamennska er stunduð.

Ríkharður Hafdal á Glæsibæ 2 í Hörgárbyggð segir að hér sé um stefnubreytingu að ræða sem beri að fagna. Mikil hestamennska sé á þessum svæðum, bæði áhuga- og atvinnumennska.

„Ég hef eytt töluverðum tíma í að heimsækja forsvarsmenn Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna eftir að ákveðið var að malbika þessa vegarspotta. Annars vegar er um að ræða 5 kílómetra kafla frá Hlíðarbæ, meðfram Dagverðareyrarvegi og að Hellulandi. Og hins vegar fá gatnamótum Hörgárdals- og Dalvíkurvegar, fram Hörgárdal að Brakanda. Alls eru þetta um 12 kílómetrar og mig minnir að útboðið hafi hljóðað upp á 10 til 12 milljónir. Vegagerðin og reiðvegasjóður greiða 60% en sveitarfélögin 40%,“ segir Ríkharður.

Þessa dagana er verið að aka grófu efni í undirlag reiðveganna og stefnt er að því að yfirlagið verði lagt á vordögum.