Ósamræmi í rafrænum tímatökum

26. febrúar 2009
Fréttir
Ræst úr básum á NM2008.
Véfengja má öll heimsmet í skeiði sem sett hafa verið síðan startbásar og rafræn tímataka var tekin upp. Þetta segir Jóhann Valdimarsson, sem séð hefur um rafræna tímatöku fyrir LH. Jóhann hefur í mörg ár bent á skekkjur, sem óhjákvæmilega eru til staðar milli staða þar sem startbásar og rafræn tímataka er notuð. Ekkert hefur þó ennþá verið gert til að samræma tímatöku milli landa. Véfengja má öll heimsmet í skeiði sem sett hafa verið síðan startbásar og rafræn tímataka var tekin upp. Þetta segir Jóhann Valdimarsson, sem séð hefur um rafræna tímatöku fyrir LH. Jóhann hefur í mörg ár bent á skekkjur, sem óhjákvæmilega eru til staðar milli staða þar sem startbásar og rafræn tímataka er notuð. Ekkert hefur þó ennþá verið gert til að samræma tímatöku milli landa. Véfengja má öll heimsmet í skeiði sem sett hafa verið síðan startbásar og rafræn tímataka var tekin upp. Þetta segir Jóhann Valdimarsson, sem séð hefur um rafræna tímatöku fyrir LH. Jóhann hefur í mörg ár bent á skekkjur, sem óhjákvæmilega eru til staðar milli staða þar sem startbásar og rafræn tímataka er notuð. Ekkert hefur þó ennþá verið gert til að samræma tímatöku milli landa.

„Í gömlu kappreiðareglunum okkar var skýrt kveðið á um nokkur grundvallaratriði. Meðal annars að upphafs- og endapunktar skyldu vera skýrt markaðir. Og að hestarnir skuli allir standa kyrrir þegar ræst er. Á þessum tveimur atriðum hefur að mínu mati orðið töluverður misbrestur síðan FIPO reglurnar voru teknar upp hér heima. Ekkert hefur verið gert til að samræma búnað hér heima og erlendis. Gerð og smíði startbásanna, og staðsetning geisla ef hann er hafði fyrir framan startbásana, geta haft töluverð áhrif á upphafspunkt tímatökunnar og þar með endanlegan tíma. Allt upp í sekúndu í hlaupi,“ segir Jóhann.

„Hér heima miðast upphafspunktur við það þegar lokan á hurðum startbásanna fer af stað. Lokan setur tímatökuna í gang. Við notum rafræna myndavél í tímatökunni en í útlöndum nota þeir yfirleitt geisla, sem er ódýrara. Sumstaðar erlendis er upphafspunkturinn þegar 20 sentimetra bil er á milli hurðanna í opnuninni. Þetta bil á ekki að vera nægilegt fyrir hest til komast út um og rjúfa geislann. En ef smávægileg mistök eiga sér stað í uppsetningu er mögulegt að hestur rjúfi geislann sem er fyrir framan básinn en ekki hurðarnar. Með þessu móti getur hestur náð fljúgandi starti, og þar með betri tíma. Sem sagt: Hann stendur ekki kyrr í startinu.

Það er mikið nákvæmnisverk að staðsetja geislann. Munur upp á tvo sentimetra til eða frá, sem er breidd geislans, getur þýtt tímamun upp á meira en einn tíunda úr sekúndu. Gerð bása, lögun hurða og opnunarflýtir þeirra, getur einnig haft áhrif á upphafspunktinn og þar með tímann.
Að taka niður tímatökubúnað og setja hann upp aftur á sama stað á sama móti er varla mögulegt án þess að tímamunur komi fram. Mínar athuganir hafa sýnt fram að það sá munur hefur verið allt að 0,13 sekúndur.“

Jóhann segir að hér sé um mikið sanngirnismál að ræða. Ónákvæmni í uppsetningu tímatökubúnðar og gerð startbása geti auðveldlega ráðið úrslitum um hvort nýtt heimsmet lítur dagsins ljós eða ekki. Málið verður tekið upp eina ferðina enn á aðalfundi FEIF sem fram fer í Hamborg nú um helgina.