Nýr völlur hjá Sóta á Álftanesi

13. október 2008
Fréttir
Hestamannafélagið Sóti vígði endurbættan keppnisvöll sinn, sunndaginn 5. október á óhefðbundinn þátt. Þar sem fáir hestar eru á járnum nú á haustmánuðum í sveitarfélaginu var ákveðið að tileinka daginn framtíðar hestamönnum á Álftanesi og bjóða krökkum í sveitarfélaginu að vígja völlinn.Hestamannafélagið Sóti vígði endurbættan keppnisvöll sinn, sunndaginn 5. október á óhefðbundinn þátt. Þar sem fáir hestar eru á járnum nú á haustmánuðum í sveitarfélaginu var ákveðið að tileinka daginn framtíðar hestamönnum á Álftanesi og bjóða krökkum í sveitarfélaginu að vígja völlinn.

Steinunn Guðbjörnsdóttir:

Hestamannafélagið Sóti vígði endurbættan keppnisvöll sinn, sunndaginn 5. október á óhefðbundinn þátt. Þar sem fáir hestar eru á járnum nú á haustmánuðum í sveitarfélaginu var ákveðið að tileinka daginn framtíðar hestamönnum á Álftanesi og bjóða krökkum í sveitarfélaginu að vígja völlinn.

Í vikunni áður fóru formaður og varaformaður Sóta í 1-4 bekk Álftanesskóla, sögðu börnunum frá íslenska hestinum, gáfu litabækur frá Landssambandi Hestamannafélaga og hvöttu þau til að mæta í gæðingahlaup Sóta. Einnig var bæjarstjórn Álftaness ásamt ýmsum nefndum og formönnum annarra félaga boðið að koma og taka þátt.

Vígslan hófst með því að formaður Sóta flutti stutt ávarp en síðan klippti Sigurður bæjarstjóri á borðann með yngstu kynslóðinni, steig því næst á bak og reið heiðurshring með formanni félagsins. Bæjarstjórinn þótti bara nokkuð efnilegur reiðmaður og merin sem hann reið verður aldrei kölluð annað en Bæjarstjóra-Stjarna héðan í frá.

Því næst var gæðingahlaup Sóta ræst en keppt var í 3 flokkum sem hver um sig hljóp einn hring á íþróttavellinum. Mikil stemning skapaðist, sérstaklega þegar elsti flokkurinn reið á vaðið og mátti heyra hávær hvatningarhróp barnanna til foreldra sinna um að hlaupa nú hraðar.  Allir fengu svo medalíu fyrir þátttökuna.

Síðan var öllum boðið uppá kaffi og bakkelsi í félagsheimilinu. Börnin fengu prins póló og fengu að fara á hestbak í gerðinu á meðan.  Þrátt fyrir afleitt veður þá er óhætt að segja að dagurinn hafi tekist vel og hver veit nema gæðingahlaup Sóta verði árviss viðburður hér eftir.