Allir í félagsbúningi

15. október 2008
Fréttir
Gustarar vilja skylda alla knapa á mótum sem haldin eru á vegum LH að klæðast félagsbúningi þess félags sem keppt er fyrir. Félagsjakkinn undirstriki að knapinn sé fulltrúi félags innan Landssambands hestamannafélaga.Gustarar vilja skylda alla knapa á mótum sem haldin eru á vegum LH að klæðast félagsbúningi þess félags sem keppt er fyrir. Félagsjakkinn undirstriki að knapinn sé fulltrúi félags innan Landssambands hestamannafélaga.Gustarar vilja skylda alla knapa á mótum sem haldin eru á vegum LH að klæðast félagsbúningi þess félags sem keppt er fyrir. Félagsjakkinn undirstriki að knapinn sé fulltrúi félags innan Landssambands hestamannafélaga.

Í greinargerð með tillögu sem Gustur leggur fyrir 56. Landsþing LH segir að of mikið sé um að knapar klæðist búningum sem tengjast ekki þeirra félagi. Þessi þróun sé ekki til góðs. Eðlilegt sé að knapar klæðist félagsbúningi og undirstriki þannig mikilvægi hestamannafélaganna.