Fréttir

Sigurður Matthíassson valinn í landslið Íslands fyrir NM2010

08.06.2010
Fréttir
Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum hefur valið einn knapa í viðbót fyrir Norðurlandamótið í hestaíþróttum sem haldið verður í Ypäjä í Finnlandi 4. – 8.ágúst 2010.

Tímasetningar kynbótasýninga á Gaddstaðaflötum

07.06.2010
Fréttir
Á fundi með knöpum 2. júní síðastliðinn í Félagsheimili Sleipnis kom fram að þeir teldu engan grundvöll fyrir því að vera með sýningu fyrr en í endaðan júní, ástandið væri þannig á hrossunum. Einnig óskuðu þeir eftir sýningu í lok júlí.

Stórmót á Melgerðismelum í ágúst

07.06.2010
Fréttir
Opið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 21.-22. ágúst, með sama sniði og í fyrra. Keppt verður í öllum flokkum, tölti og kappreiðar. Í fyrra voru peningaverðlaun í kappreiðum og tölti fyrir 320 þús. kr. Varla verða þau minni í ár.

Fyrstu íslensku knaparnir valdir á NM2010

02.06.2010
Fréttir
Norðurlandamót íslenska hestsins verður haldið 4.-8.ágúst 2010 í Ypäjä í Finnlandi. Páll Bragi Hólmarsson, liðstjóri íslenska landsliðsins, hefur valið fyrstu 3 landsliðsmennina sem keppa munu fyrir hönd Íslands á NM2010. Þeir eru:

Tilkynning frá LH

01.06.2010
Fréttir
Stjórn Landssambands hestamannafélaga vill þakka þann góða samhug sem kom fram á fundi hagsmunaaðila í hestamennsku ásamt dýralæknum og embættismönnum síðastliðinn mánudag. Þar var ákveðið að fresta Landsmóti hestamanna eins og fram hefur komið í samþykktri tillögu og  fréttatilkynningu frá fundinum.

Ályktanir vegna frestunar Landsmóts 2010

31.05.2010
Fréttir
Vegna smitandi hósta í hrossum var haldinn fundur hagsmunaaðila í hestamennsku og hrossarækt ásamt yfirvöldum dýralæknamála, starfandi dýralæknum og fulltrúum leiðbeiningaþjónustu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Fundurinn var haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 31. maí 2010 og þar var eftirfarandi ályktun samþykkt. 

Endurgreiðslur til viðskiptavina Landsmóts hestamanna 2010

31.05.2010
Fréttir
Af gefnu tilefni skal það ítrekað að Landsmót ehf. mun endurgreiða alla miða, stúkur og hjólhýsastæði sem keypt hafa verið vegna  Landsmóts 2010 sem nú er búið að fresta.  Við biðjum viðskiptavini okkar hins vegar um að sýna starfsmönnum Landsmóts biðlund þar sem ærin verkefni eru fyrir höndum að vinda ofan af mótinu í ár og fjöldi viðskiptavina er stór.

Landsmóti 2010 frestað

31.05.2010
Fréttir
Samhljóða ákvörðun var tekin á fundi hagsmunaaðila í hestamennsku og hrossarækt ásamt yfirvöldum dýralæknamála, starfandi dýralæknum, fulltrúum leiðbeiningaþjónustu og fulltrúa sjávar- og landbúnaðarráðuneytisins vegna smitandi hósta sem herjað hefur á hrossastofninn í landinu undanfarið.

Reiðleið um Hellisheiði 2010

31.05.2010
Fréttir
Séu einhverjir hestamenn á höfuðborgarsvæðinu svo lánsamir að vera með fullfrísk hross og hyggja á sleppitúra á næstunni þ.e. um Hellisheiði þá eru nokkur atriði að varast. Framkvæmdum við Hellisheiðarvirkjun og Hellisheiðaræð hefur tafist frá því sem upphaflega var áætlað. Framkvæmdum við virkjunina lýkur 2011, en við Hellisheiðaræð í ág. – sept. 2010.