Reiðleið um Hellisheiði 2010

31. maí 2010
Fréttir
Séu einhverjir hestamenn á höfuðborgarsvæðinu svo lánsamir að vera með fullfrísk hross og hyggja á sleppitúra á næstunni þ.e. um Hellisheiði þá eru nokkur atriði að varast. Framkvæmdum við Hellisheiðarvirkjun og Hellisheiðaræð hefur tafist frá því sem upphaflega var áætlað. Framkvæmdum við virkjunina lýkur 2011, en við Hellisheiðaræð í ág. – sept. 2010. Séu einhverjir hestamenn á höfuðborgarsvæðinu svo lánsamir að vera með fullfrísk hross og hyggja á sleppitúra á næstunni þ.e. um Hellisheiði þá eru nokkur atriði að varast. Framkvæmdum við Hellisheiðarvirkjun og Hellisheiðaræð hefur tafist frá því sem upphaflega var áætlað. Framkvæmdum við virkjunina lýkur 2011, en við Hellisheiðaræð í ág. – sept. 2010. Vegna framkvæmda getur verið erfitt að fara um Hellisskarð og milli hrauns og hlíðar, sérstaklega á það við um tímabilið 6. – 26. júní en þá verða allar borholur á svæðinu látnar blása. Auðveldast verður að fara gömlu reiðleiðina, þ.e. upp hjá Fossvallarétt og Sandskeiði, hjá Littlu kaffistofunni að Hellisheiðarvirkjun og þaðan reiðleiðina upp hjá Skíðaskálanum í Hveradölum.

Best er að kanna stöðu framkvæmda hverju sinni á http://www.or.is eða í gestamóttöku Hellisheiðavirkjunnar sími 516 7508.

Góða ferð,
Samgöngunefnd LH og Reiðveganefnd SV-svæðis