Endurgreiðslur til viðskiptavina Landsmóts hestamanna 2010

Af gefnu tilefni skal það ítrekað að Landsmót ehf. mun endurgreiða alla miða, stúkur og hjólhýsastæði sem keypt hafa verið vegna  Landsmóts 2010 sem nú er búið að fresta.  Við biðjum viðskiptavini okkar hins vegar um að sýna starfsmönnum Landsmóts biðlund þar sem ærin verkefni eru fyrir höndum að vinda ofan af mótinu í ár og fjöldi viðskiptavina er stór. Af gefnu tilefni skal það ítrekað að Landsmót ehf. mun endurgreiða alla miða, stúkur og hjólhýsastæði sem keypt hafa verið vegna  Landsmóts 2010 sem nú er búið að fresta.  Við biðjum viðskiptavini okkar hins vegar um að sýna starfsmönnum Landsmóts biðlund þar sem ærin verkefni eru fyrir höndum að vinda ofan af mótinu í ár og fjöldi viðskiptavina er stór. Við munum næstu daga ganga skipulega til verks við að endurgreiða, en bendum á að þar sem viðskiptin fóru að mestu leyti fram í gegnum kreditkortaviðskipti í gegnum netmiðasölukerfi okkar, getur liðið einhver tími þar Landsmót kreditfærir og þar til eiginleg endurgreiðsla berst inná reikning viðskiptavinar.  Við biðjum viðskiptavini Landsmóts að hafa þetta í huga og búa sig undir að greiðslur í gegnum kreditkortafyrirtæki berast ekki strax og gætu jafnvel borist í fleiri en einni greiðslu (dæmi: keypt er fyrir 48.000; greiðsla berst uppá 24.000 og nokkrum dögum síðar lokagreiðsla).

Ógerlegt er að taka við svo miklum fjölda símtala og því biðjum við þá sem vilja endurgreiðslu um að senda tölvupóst ásamt kvittun um kaupin á netfangið: landsmot@landsmot.is.

Þar sem fyrirhugað er að Landsmót verði haldið að ári (2011) er viðskiptavinum að sjálfsögðu í sjálfvald sett hvort þeir vilji eiga miðana inni hjá mótshöldurum.

Öllum tölvupóstum verður sinnt skipulega en eins og áður sagði; fjöldinn er mikill og munu starfsmenn Landsmóts ganga vasklega til verks og leggja sig fram um að vera í góðu sambandi við viðskiptavini við að endurgreiða.

F.h. Landsmóts hestamanna ehf.

Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri