Fréttir: Ágúst 2023

Elvar og Fjalladís leiða í 250m skeiði

09.08.2023
Fréttir
Fjórir knapar hófu leik í 250m skeiði í kvöld. Stemningin á skeiðbrautinni var gífurleg og bekkirnir þétt setnir. Í fyrsta holli störtuðu Hans Þór og Jarl og Elvar og Fjalladís saman. Fjalladís hóf þar með sinn fyrsta keppnis sprett í 250m skeiði. Ný krýndir heimsmeistarar Elvar og Fjalladís voru í feikna stuði og náðu frábærum sprett og tóku forystuna á tímanum 22,69 og leiddu eftir fyrstu umferð.

Fjórir nýir heimsmeistarar í dag!

09.08.2023
Fréttir
Yfirlitssýning í flokki 5 og 6 vetra mera og stóðhesta fór fram í kvöld. Fyrir yfirlitið voru allir íslensku hestarnir efstir í sínum flokk. Það var greinilegt að hugur var í knöpunum sem voru búnir að fínpússa atriðin sín og komu af feiknakrafti inn í yfirlitið.

Glæsileg byrjun í fimmgangi

09.08.2023
Fréttir
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðins flokk og tvo í ungmennaflokk. Allir okkar keppendur stóðu sig vel og eru komnir inn í úrslit. Sara og Flóki voru fyrst inn á völlinn og settu tóninn með glæsilegri sýningu upp á 7,37 og enduðu í 3 sæti og eru í 2. sæti inn í A úrslit fullorðinna. Strax á eftir Söru í rásröðinni voru svo þær Glódís og Salka. Þær áttu frábæra sýningu og náðu sínum besta árangri hingað til og leiða keppnina í U21 með 7,4 og eru með aðra hæstu einkunn dagsins af öllum keppendum í fimmgang, sannarlega flottur árangur það.

Dagskrá dagsins í dag

09.08.2023
Fréttir
Miðvikudagur 9. ágúst hefst á keppni í fimmgangi. Þar eigum við hvorki meira né minna en fimm fulltrúra.

Heimsmeistarar í gæðingaskeiði

08.08.2023
Fréttir
Til hamingju hestamenn! Í kvöld lönduðum við okkar fyrstu heimsmeistara titlum. Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum sýndu hvað í þeim býr og áttu tvo yfirburða spretti í gæðingaskeiðinu þau hlutu einkunnina 8,92.

Niðurstöður kynbótasýninga dagsins

08.08.2023
Fréttir
Nú var að ljúka forkynningu kynbótasýninga. Við áttum sex fulltrúa í dag sem allir stóðu sig frábærlega. Fyrst í braut var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir en hún mætti með hryssuna Ársól frá Sauðanesi. Sýningin hjá Aðalheiði og Ársól var glæsileg og einkunn upp á 8,38 vel verðskulduð og skilaði Ársól efstri.

Rásröð íslensku keppendana

08.08.2023
Fréttir
Hér má finna dagskrá okkar keppenda á HM

Dagskrá kynbótasýninga á HM

08.08.2023
Fréttir
Fyrsti keppnisdagurinn á Heimsmeistara móti íslenska hestsins sem nú fer fram í Oirschot í Hollandi er í dag og hefst hann á kynbótasýningu. Fyrsti Íslendingurinn í braut verður Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með hryssuna Ársól frá Sauðanesi. Ársól er fimm vetra með aðaleinkunnina 8.51. Í flokki fimm vetra stóðhesta keppa Höfði frá Bergi og sýnandi Þorgeir Ólafsson. Ólafsson. Ársól og Höfði eru bæði er sem stendur hæst dæmd í sínum flokkum.

Þrír dagar í fyrstu grein á HM

05.08.2023
Fréttir
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist. Allt íslenska teymið er komið á staðinn og stuðningsmennirnir farnir að tínast inn. Aðstæður í Orischot eru góðar en töluvert hefur ringt síðustu daga og urðu keppendurnir okkar meðal annars að taka á það ráð að grafa skurði til að veita vatni frá hesthúsunum. Í gær fengu knaparnir fyrstu æfinguna á keppnisvellinum