Fjórir nýir heimsmeistarar í dag!

09. ágúst 2023
Fréttir

Yfirlitssýning í flokki 5 og 6 vetra mera og stóðhesta fór fram í kvöld.  Fyrir yfirlitið voru allir íslensku hestarnir efstir í sínum flokk. Það var greinilegt að  hugur var í knöpunum sem voru búnir að fínpússa atriðin sín og komu af feiknakrafti inn í yfirlitið.

Ársól frá Sauðanesi, sýnandi Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Hún varð efst fimm vetra hryssna og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,48.

Höfði frá Bergi, sýnandi Þorgeir Ólafsson. Höfði var efstur fimm vetra stóðhesta og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,39.

Hrönn frá Fákshólum, sýnandi Jakob Svavar Sigurðsson. Hrönn var efst sex vetra hryssna og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,68.

Geisli frá Árbæ, sýnandi Árni Björn Pálsson. Geisli var fyrir yfirlitið jafn Hraða frá Skovhuset en tók vel fram úr honum í dag og endaði efstur sex vetra stóðhesta og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,60.

Þar með er eru kominn fjórir nýir heimsmeistaratitlar í hús! Glæsilegur árangur hjá íslenskum ræktendum og sýnendum!