Fréttir: Ágúst 2020

Áhorfendabanni á íþróttaviðburðum aflétt

29.08.2020
Fréttir
Sóttvarnaryfirvöld hafa í dag, 29. ágúst, veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki á svæðinu.

Landsþing 2020 fært til Reykjavíkur

28.08.2020
Fréttir
Stjórnir Hestamannafélagsins Skagfirðings og Landssambands hestamannafélaga hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að Landsþing LH 2020 verði haldið af LH í Laugardalshöll í Reykjavík en landsþing LH 2022 verði haldið í Skagafirði.

Uppfærðar sóttvarnarreglur LH

28.08.2020
Fréttir
Auglýsing heilbrigðisráðherra frá 25. ágúst tók gildi á miðnætti og gildir til 23.59 þann 10. september, sjá hér. Það sem snýr að íþróttastarfinu er óbreytt, þ.e.a.s. iðkun íþrótta er heimil svo framarlega sem viðkomandi sérsamband hafi sett sér reglur um fyrirkomulag æfinga og keppni og áhorfendur eru ekki leyfðir.

Skógarhólar í nýjum búning

27.08.2020
Fréttir
Hestamennirnir og húsasmiðirnir Róbert Gunnarsson úr Spretti, Karl Gústaf Davíðsson úr Mána og Kristján Gunnarsson úr Mána tóku að sér verkið og útveguðu til þess þrjá menn til viðbótar þá Eirík Ólafsson, Orra Sigurjónsson og Ivica Buric. Verkið var allt unnið í sjálfboðavinnu sem er ómetanlegt fyrir félagasamtök eins og LH og þökkum við þeim kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Þeir Róbert, Karl og Kristján hafa heimsótt Skógarhóla og riðið um þjóðgarðinn á hverju sumri í árafjöld og hafa því sterkar taugar til staðarins.

Landsþing LH 2020

21.08.2020
Fréttir
Landsþing Landssambands hestamannafélaga verður haldið dagana 16. og 17. október n.k. í Varmahlíð í Skagafirði í boði Hestamannafélagsins Skagfirðings.

Reglur LH um sóttvarnir samþykktar

19.08.2020
Fréttir
Reglur Landssambands hestamannafélaga um sóttvarnir á æfingum og mótum vegna COVID-19 hafa verið samþykktar af sóttvarnaryfirvöldum.

Myndbandssamkeppni FEIF 2020

19.08.2020
Fréttir
Æskulýðsnefnd FEIF hefur efnt til alþjóðlegrar myndbandssamkeppni 2020 þar sem ungir hestaunnendur geta tekið þátt!

Frá stjórn Landssambands hestamannafélaga

14.08.2020
Fréttir
Verið er að setja saman vinnureglur um starfsemi sérsambandanna þar sem fjallað er um m.a. fyrirkomulag æfinga og keppni og verða þær að uppfylla kröfur yfirvalda varðandi sóttvarnir. Vinnureglur fyrir hestaíþróttir eru í smíðum og fara til sóttvarnaryfirvalda til yfirferðar og samþykkis eftir atvikum. Þegar þessar reglur eru fullmótaðar og hafa verið samþykktar munu þær koma til kynningar til félaga sambandsins og mælst er til að hestamannfélög fari eftir þeim reglum.

Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum 2020 aflýst

06.08.2020
Fréttir
Stjórn Landssambands hestamannafélaga hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa fyrirhuguðu Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum sem halda átti 12. til 16. ágúst 2020.