Landsþing 2020 fært til Reykjavíkur

Stjórnir Hestamannafélagsins Skagfirðings og Landssambands hestamannafélaga hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að Landsþing LH 2020 verði haldið af LH í Laugardalshöll í Reykjavík 16. til 17. okt. nk. Landsþing LH 2022 verður haldið í Skagafirði.

Þetta er gert til að tryggja hægt verði að aðlaga þingið að þeim sóttvarnarreglum sem verða í gildi í október, hverjar sem þær verða.

Nokkrir möguleikar eru til skoðunar um útfærslu á þinghaldinu í ljósi Covid og það skýrist þegar nær dregur hvaða útfærsla rúmast best innan þeirra ramma sem lög LH og sóttvarnarreglur setja.